Litli leikklúburinn fagnar 45 ára afmæli sínu með veglegri uppfærslu á einu vinsælasta barnaleikriti allra tíma Emil í Kattholti eftir sænsku skáldkonuna Astrid Lindgren. Frumsýnt verður í Edinborgarhúsinu á Ísafirði laugardaginn 16. október kl.14. Leikstjóri sýningarinnar er Elfar Logi Hannesson en hann hefur sett á svið fjölmargar vinsælar sýningar fyrir félagið í gegnum árin.
Þessi afmælissýning Litla leikklúbbsins er gífurlega viðamikil alls taka 19 leikarar þátt í sýningunni auk fjölda manns sem hafa komið að sýningunni á einn eða anna hátt í það heila má segja að hátt í 60 manns hafi komið að ævintýrinu. Enda er ævintýraheimur Smálanda stór. Auk þess að vera afmælissýning LL þá er þetta jafnframt 80 verkefni félagsins og gaman er að geta þess að þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem Emil kemst á leiksvið á Vestfjörðum.
Önnur sýning verður sunnudaginn 17. október einnig kl.14. Eftir það verða sýningar allar helgar alveg fram í miðjan nóvember.
Miðasala er þegar hafin í síma: 450 5555.
{mos_fb_discuss:2}