Næstkomandi þriðjudags- og miðvikudagskvöld 21. og 22. apríl verður haldin örleikritahátíð í FSu. Hátíðin er skipulögð af kennara og nemendum í áfanganum ÍSL 643 sem er valáfangi í bókmenntum. Leikritin eru öll samin og leikstýrð af nemendum áfangans, yfirlesin, greind og gagnrýnd af kennara og hópnum sem heild. Leikendur í verkunum eru nemendur sem nýlega tóku þátt í vel heppnaðri uppfærslu leikfélags NFSu á Rómeó og Júlíu eftir William Shakespeare.

Samtals verða fjórtán örleikrit sýnd víðsvegar um húsnæði skólans, sjö hvort kvöldið. Fyrirkomulagið er með þeim hætti að áhorfendur færa sig á milli staða eftir ákveðinni leiðsögn. Örleikritahátíðin er afrakstur af leikritun nemenda á vorönn 2009 og um leið lokaverkefni þeirra í áfanganum.

Sýningarnar hefjast kl. 20.30. Húsnæði skólans opnar kl. 20.00. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.

{mos_fb_discuss:2}