Sýningin fjallar um ævintýri Mömmu Gjé og þeirra þrettán barna sem hún er með í fóstri. Nú, þegar jólahátíðin er að ganga í garð og einungis þrettán dagar til jóla, er nóg að gera hjá fósturbörnunum sem ganga í ýmis misjöfn verk, að skipan Mömmu Gjé.
Heimsókn Brynhildar fulltrúa barnaverndar setur strik í reikninginn ásamt því að koma fjórtánda fósturbarnsins, ruglar Mömmu Gjé aldeilis í ríminu. Fjórtán er bara alls ekki réttur fjöldi! Inn í leikinn skerast svo Úrsúla og Álfadís sem greinir svo sannarlega á um framvinduna.
Tenging Mömmu Gjé og fósturbarnanna þrettán við aðra kellu og hennar þrettán sveina er skemmtileg. Þó skal taka fram, að hér er á ferðinni allt önnur saga 😉
Sýningartími er rétt undir klukkustund. Sýningatímar eru flesta virka morgna kl. 9:30 og/eða 11:00, virka eftirmiðdaga kl. 17:00/17:30 og um helgar kl. 14:00 og/eða 16:00.
Frumsýning er 30. nóvember og standa sýningar fram að jólum.
Miðaverð er 1.000 kr.
Kaup á einni sýningu (150 sæti) er tilvalið fyrir starfsmannafélög og skóla. Þá er miðaverð einungis kr. 650 á einstakling og heildarverð fyrir sýningu kr. 97.500. Innifalið í þeim kaupum er djús og piparkökur fyrir áhorfendur eftir sýningu.
Miðapantanir í Iðnó milli kl. 11:00-16:00 virka daga í síma 562-9700.
Upplýsingar eru einnig veittar í síma: 861-6722 eða á borgarborn@gmail
Jólagjafasöfnun fyrir Mæðrastyrksnefnd er árleg hefð á sýningum Borgarbarna. Áhorfendur geta komið með pakka á sýningar, merktan aldri og kyni. Borgarbörn sjá síðan um að koma pökkunum til Mæðrastyrksnefndar í tæka tíð fyrir jól.