Vorverkin, þriggja þátta leikdagskrá Leikfélags Kópavogs verður frumsýnd í Leikhúsinu Funalind 2, þriðjudaginn 27. maí kl. 19.30. Þættirnir eru Úlfur í ömmugæru eftir og í leikstjórn Guðmundar Lúðvíks Þorvaldssonar, Strikið eftir Pál J. Árdal í leikstjórn Arnar Alexanderssonar og Bóleró eftir David Ives í leikstjórn Harðar Sigurðarsonar.

Alls taka 12 leikarar þátt í leikdagskránni. Dagskráin er einnig sýnd mið. 28. maí kl. 19.30. Miðaverð er 1.000 kr. og hægt er að panta miða á midakaup.is/kopleik eða með því að senda tölvupóst á midasala@kopleik.is.