Jólahrun – jóladagskrá Hugleiks árið 2009 verður sýnd sunnudaginn 13. desember og mánudaginn 14. desember kl. 20.00 bæði kvöld. Sýnt verður í húsnæði leikfélagsins að Eyjarslóð 9. Tekið verður á móti frjálsum framlögum við innganginn, auk þess sem kaffi og piparkökur verða seldar í fjáröflunarskyni.

Alls verða sýnd þrjú stuttverk á dagskránni en þau eru:

1) Jól í fæðingu eftir Árna Friðriksson í leikstjórn Harðar S. Dan en með hlutverkin fara Ríkey Júlíusdóttir og Þráinn Sigvaldason
2) Mamm’ennar Evu eftir Unni Guttormsdóttur í leikstjórn Harðar S. Dan en með hlutverkið fer Elísabeth Lind Ingólfsdóttir
3) 8 eftir Sigríði Láru Sigurjónsdóttur í leikstjórn höfundar, en með hlutverkin fara Björgvin Gunnarsson og Jón Gunnar Axelsson

Að vanda verður tónlistin fyrirferðamikil á jóladagskránni, en margir þeirra sem þátt tóku í nýloknu söngnámskeiði Þórhildar Örvarsdóttur munu stíga á stokk og taka lagið fyrir gesti við undirleik félagsmanna.

{mos_fb_discuss:2}