Deleríum búbonis í Útvarpsleikhúsinu

Deleríum búbonis í Útvarpsleikhúsinu

Sunnudaginn 13. desember kl. 14. verður jóla- og bílnúmerarevía bræðranna frá Múla, þeirra Jónasar og Jóns Árnasonar, endurflutt í Útvarpsleikhúsinu á Rás 1. Delerium Búbónis gerist á aðventunni í Reykjavík á sjötta áratugnum á heimili Ægis Ó. Ægis forstjóra Gleðilegra jóla hf. og eiginkonu hans, frú Pálínu Ægis listunnanda og meningarfrömuðs.

Forstjórinn ætlar að flytja inn jólatré og ávexti fyrir jólin, en óvænt atvik setur strik í reikninginn. Þá eru góð ráð dýr og fátt vænna í stöðunni en að fresta jólunm fram í mars! Þá kemur það sér vel að eiga góðan að á Alþingi, því mágur forstjórans er sjálfur jafnvægismálaráðherra Íslands.

Útvarpsgerðin er frumgerð þessarar jóla- og bílnúmerarevíu, sem síðar stækkaði á alla kanta og fór ljósum logum um leiksvið landsins og naut mikilla vinsælda meðal þjóðarinnar. Útvarpsgerðin er frá 1954 og skartar vinsælum leikurum þessa tíma. Haraldur Björnsson er í hlutverki Ægis Ó. Ægis, Emilía Jónasdóttir er Pálína Ægis kona hans, Kristín Anna Þórarinsdóttir er Guðrún dóttir þeirra, Þorsteinn Ö. Stephensen er Jafnvægismálaráðherrann, Lárus Pálsson er fóstursonur hans, Leifur Róberts og Nína Sveinsdóttir er Sigga vinnukona

Formálsorð flytur Þorsteinn Ö. Stephensen, sem hann samdi og flutti við endurflutning 1973

Leikstjóri: Einar Pálsson
Tónlistarstjórn og útsetningar: Carl Billich
Hljóðfæraleikur: Karl Lillendahl

{mos_fb_discuss:2}
0 Slökkt á athugasemdum við Deleríum búbonis í Útvarpsleikhúsinu 330 11 desember, 2009 Allar fréttir desember 11, 2009

Áskrift að Vikupósti

Karfa