Litli leikklúbburinn á Ísafirði frumsýnir í Edinborgarhúsinu laugardaginn 12. apríl kl. 20.00 leikrit Jónasar Árnasonar Þið munið hann Jörund.  Leikstjóri er Víkingur Kristjánsson og með honum er 15 manna hópur sem leikur, syngur, dansar og spilar og segir okkur þessa sögu, sem lifað hefur með þjóðinni í meira en 2 aldir. „Sem kóngur ríkti hann meður sóma og sann eitt sumar á landinu bláa“. Það var sumarið 1809.

Sveinbjörn Hjálmarsson, eða Simbi í Hafnarbúðinni fer með hlutverk Jörundar. Alls koma 35 manns að þessari sýningu. Setið verður við borð, en ekki verður bar í salnum.  Edinborg Bistró verður með opinn bar, fyrir þá sem þess óska, fyrir sýningu, í hléi og eftir sýningu.

Frumsýning verður í Edinborgarhúsinu laugardaginn 12. apríl kl. 20.
2. sýning sunnudaginn 13. apríl kl. 20.
3. og 4. sýningar verða miðvikudag 16. apríl og fimmtudag 17. apríl (skírdag) báðar kl. 20.
Einnig verða sýningar eftir páska en þær hafa ekki verið dagsettar.

Miðaverð er kr. 2.900.   Kr. 2.000 fyrir 12 ára og yngri.
Miðapantanir í síma 856 5455

Upplýsingar hjá:  steingrimur@penninn.is og  halla@hafsteinn.is

Í tilefni sýningarinnar ætlar Edinborg Bistró að bjóða leikhúsgestum, á tilboðsverði, upp á einn rétt fyrir sýningu alla sýningardaga.  Þ.e. ofnsteikt lambalæri með salati,  bakaðri kartöflu og bearneissósu á aðeins kr. 2.700 pr. mann.
Borðapantanir í síma 456 8335.