Leiklistarhátíðin Act alone verður sett í dag, miðvikudaginn 27. júní, í Alþýðuhúsinu á Ísafirði. Næstu dagar verða svo alveg einleiknir með fullt af sýningum og viðburðum.
Kómedíuleikhúsið á Ísafirði stendur fyrir hátíðinni sem helguð er einleikjum og verður haldin fjórða árið í röð nú í sumar.
Kómedíuleikhúsið er fyrsta og eina atvinnuleikhúsið á Vestfjörðum og hefur sett upp fjölmarga einleiki undanfarin ár. Meðal leikja eru Steinn Steinarr, Dimmalimm og verðlaunaleikurinn Gísli Súrsson sem hefur verið sýndur við miklar vinsældir og verið sýndur yfir 140 sinnum bæði hér heima og erlendis.
Dagskráin í dag:
Miðvikudagur. 27. júní
KL.20.00 Alþýðuhúsið
Setning Act alone 2007
Opnunarsýning:
LEIKUR EINN
Heimildarmynd
Framleiðandi: digi-Film
Handrit og leikstjórn: Jóhannes Jónsson
Í þessari heimildarmynd er litið inn á alþjóðlegu leiklistarhátíðina Act Alone sem haldin er árlega á Ísafirði og skyggnst inn á það svið leikhússins sem einleikur kallast. Reynt er að öðlast innsýn í einleiksformið og fá svör við ýmsum spurningum; hvað felst í hugtakinu einleikur? hvernig finnst mönnum að glíma við þetta form? – og ekki síst: hvert er vægi hans í tilveru leikhúsins? Rætt er við aðstandendur hátíðarinnar og þáttakendur.
Leikur einn var sýnd í Sjónvarpinu síðastliðið haust og var sýnd á kvikmyndahátíð á Egislstöðum í vetur. Myndin var gerð árið 2005 meðan á Act alone hátíðin stóð yfir og eru sýnd brot úr einleikjum á borð við Gísla Súrsson og Ferðir Guðríðar.
Kl. 21.00 Hamrar
Léttar leikhúsveitingar og einleikin stemning
Kl. 21.15 Hamrar
Kokteilleikhús
Sýndir verða tveir stuttir einleikir
NEFNDARFORMAÐURINN
Litli Leikklúbburinn
Leikari: Árni Ingason
Höfundur: Benóný Ægisson
Leikstjórn: Elfar Logi Hannesson
,,Þegar kemur að nefndarstörfum kalla ég ekki allt ömmu mína. Ég hef meðal annars verið í búfjárveikivarnarnefnd og margur kjúklingurinn hefur fallið í valin að fyrirmælum mínum…"
ÁLITSGJAFINN
Litli Leikklúbburinn
Leikari: Marta Sif Ólafsdóttir
Höfundur: Benóný Ægisson
Leikstjórn: Elfar Logi Hannesson
,,É..
Ég…
Ég er…
..kolgeit..
…kolgeit-kona…
Ég er kolgeit-kona"