Halaleikhópurinn hefur nú hafist handa við uppsetningu nýs leikverks fyrir þetta leikár og ber það vinnuheitið Shakespeare – Karnival. Byrjað var  þann 1. nóvember í húsnæði leikhópsins að Hátúni 12.

Leikstjóri hópsins að þessu sinni er Þröstur Guðbjartsson, sem er einnig höfundur leikgerðarinnar en hún er unnin uppúr nokkrum verkum Shakespears, Þrettándakvöldi, Draumi á Jónsmessunótt og  Hinrik fjórða. Sögusvið verksins verður byggt á Þrettándakvöldi og mun sagan gerast á einu kvöldi á Karnevali hjá Orsínó hertoga í Illeríu.

Stefnt er að því að frumsýna verkið  í janúarlok. Nánari upplýsingar www.halaleikhopurinn.is

{mos_fb_discuss:2}