ImageÍ ár eru liðin 50 ár frá því stjórnmálasamband var tekið upp á milli Japans og Íslands. Af því tilefni verða fjórar japanskar gestasýningar í Þjóðleikhúsinu, tvær í vor og tvær í haust. Fyrsta sýningin var danssýningin Genji í Kassanum en 25. júní er röðin komin að sýningu ACO Okinawa – Undir Sjöstjörnu sem sýnd verður á Stóra sviðinu.

    ACO Okinawa (The Art Community Organization) flytur íslenskum áhorfendum menningararfleifð frá Okinawa í sýningu sem er innblásin af frumkvöðlum þeirra á sviði ferðalaga og viðskipta. ACO Okinawa er sviðlistahópur frá japönsku eyjunni Okinawa sem er betur þekkt sem eyja dansa og söngva. Hópurinn vinnur með einstakar og hrífandi menningarhefðir Okinawa sem eru undir áhrifum frá hafinu og hugmyndum frumbyggjanna, um að Okinawa sé "eyja sem opin er heiminum", sem enn eru haldnar í heiðri meðal eyjaskeggja.
Á heimskortinu er Okinawa bara lítill punktur í Kyrrahafinu. Þessi litla eyja var þó eitt sinn sjálfstætt konungdæmi – Ryukyus konungdæmið. Okinawa blómstraði á þessum tíma og stundaði viðskipti við Japan, Kína, Kóreu og suðaustur-Asíu. Ryukyuan-menningin er friðsamleg og alþjóðleg og litast af áralöngum viðskiptum eyjarinnar við umheiminn sem og ferðalögum.
Skv. hefðinni, eru dans og tónlist frá Ryukyuan, sem flutt er af hópi tónlistarmanna (jikata), leið til að tjá hugsanir og tilfinningar eyjarskeggja. Hljóðfærin í tónlist Okinawa eru af ýmsum uppruna. Þegar þeim er blandað saman verður til sérstakur stíll í tónlist og dansi sem tilheyrir Okinawa.