Laugardaginn 2. júní kl 17:30 og 19:00 sýnir leiklistarhópur 9. og 10. bekkjar Lágafells- og Varmárskóla kynnir leikritið Tvennir tímar í Bæjarleikhúsinu Mosfellsbæ. Leikritið gerist í Mosfellssveit/bæ árin 1962 og 2012. Bára kennari á stórafmæli og gamlir nemendur samfagna henni á þessum tímamótum. Hún rifjar upp ball í Hlégarði þar sem hún kynntist ástinni sinni og við sögu koma einnig týndur faðir, afturgengin hjúkrunarkona frá Bandaríkjunum, sveitasíminn og handritastuldur á Gljúfrasteini! Leikstjóri og höfundur ásamt leikhópnum er María Pálsdóttir en aðstoð við tónlist veitti Óskar Einarsson

Aðgangseyrir 500 kr en frítt fyrir krakka í 6. bekk og yngri í fylgd með fullorðnum. Ath enginn posi á staðnum – hafið með reiðufé.

Verið velkomin!

{mos_fb_discuss:2}