Laugardagínn 1. mars næstkomandi er fimmtíu ára ártíð Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Þá verður útvarpsleikritið Söngur hrafnanna eftir Árna Kristjánssonar frumflutt að heimili Davíðs á Bjarkarstíg 6 á Akureyri. Í verkinu heimsækja Árni píanóleikari og Páll tónskáld Davíð til að fagna Gullna hliðinu, nýskrifuðu leikriti eftir skáldið. Þeir óttast að Davíð taki ekki vel í fréttirnar sem þeir þurfa að færa honum frá leikhúsinu fyrir sunnan. En það eru annarlegri hlutir á seyði þetta kvöld og fleiri raddir á sveimi. Davíð tekst á við ástina sem aldrei gat orðið og einmanaleikann sem virtist alltaf koma aftur.

Söngur hrafnanna er í leikstjórn Viðars Eggertssonar en um er að ræða hljóðverk sem blæs nýju lífi í fortíðina með listrænum og manneskjulegum hætti. Hljóðvinnsla er í höndum Einars Sigurðssonar en þetta er í fyrsta sinn á Íslandi sem útvarpsleikrit er tekið skrefinu lengra með þessum hætti.

Verkið er samstarfsverkefni Útvarpsleikhússins, Leikfélags Akureyrar og Minjasafnsins á Akureyri.
Leikendur eru Aðalbjörg Árnadóttir, María Pálsdóttir, Hannes Óli Ágústsson, Hilmir Jensson og Ólafur Darri Ólafsson í hlutverki Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi.

Hægt er að kaupa miða hjá miðasölu Leikfélags Akureyrar eða á heimasíðunni http://www.leikfelag.is/is/leikarid-2013-2014/songur-hrafnanna

Sýningar eru sem hér segir:
01. mars kl. 18:00
01. mars kl. 20:00
01. mars kl. 22:00
08. mars kl. 20:00
08. mars kl. 22:00
15. mars kl. 20:00
15. mars kl. 22:00

Ath.: Einungis fá sæti í boði á hverri sýningu.