Nei, ekkert dónalegt á ferðinni, og hvorki dr. Gunni né dr. Hook koma við sögu. Utangarðsmenn verða reyndar nefndir til sögunnar, en það er dr. Anton Pavlovitsj Tsékhov sem er heiðursgestur á skurðarborði leikfélagsins Hugleiks að þessu sinni. Höfundar Hugleiks hafa rýnt í hið óviðjafnanlega höfundarverk Tsékhovs á sinn skjálga hátt og afraksturinn verður á boðstólum í höfuðstöðvum félagsins að Eyjarslóð 9 á föstudaginn 12. og sunnudaginn 14. október næstkomandi.
Læknisleikir – Tsékhov í hugleikrænni atferlismeðferð er leiksýning sem samanstendur af fimm frumsömdum einþáttungum sem allir sækja innblástur sinn í verk þessa leikritunarjöfurs, auk þess sem einn af einþáttungum hans sjálfs verður frumfluttur á Íslandi.
Sýningar hefjast kl. 20 og miðaverð er 1.000 kr. Allir með doktorspróf fá ókeypis inn gegn framvísun sannfærandi vottorða.
Miðapantanir: http://hugleikur.is/kynning.php?id=282