Leikfélag Vestmannaeyja leitar eftir góðum leikstjóra til uppsetningar á þekktum söngleik eftir áramót. Starfstími er frá 28. janúar til 31. mars 2013. Leikfélag Vestmannaeyja er áhugaleikfélag sem var nú að hefja 102. starfsár sitt. Félagið býr yfir stóru húsnæði á þrem hæðum þar sem kjöraðstæður eru til sýninga og æfinga auk þess sem búnaður hefur verið mikið endurnýjaður á síðustu árum. Umsóknarfrestur er til 31. október 2012.

Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á birkir.hognason@gmail.com

Allar nánari upplýsingar gefur Birkir Thór Högnason, framkvæmdastjóri í síma 772-1870.

Leikfélag Vestmannaeyja