Síðasta almenna sýningin á How Do You Like Iceland? eftir BenónýÆgisson verður miðvikudaginn 16. ágúst kl. 20:30 í Iðnó. Leikritið, sem er á ensku, var frumsýnt í fyrra sumar og hlaut góðar viðtökur og gagnrýni. How Do You Like Iceland? (Er Ísland eftirlæti yðar, í lauslegri þýðingu) fer með áhorfandann í bráðfyndna en fræðandi skemmtiferð í gegnum Íslandssöguna að fornu og nýju. Þetta er grallaralegt og frumlegt leikverk, sem fellur erlendum gestum vel í geð, sérstaklega ef þeir kunna að meta þjóð sem hefur hugrekki til að gera grín að sjálfri sér. Frekari upplýsingar um sýninguna má finna á vefnum http://this.is/great/

Miðasala Iðnó opin frá kl.11.00 til 16.00 alla virka daga og fram að sýningu sýningardaga. Miðasölusíminn er 562 9700 og netfang idno@xnet.is . Miðaverð er 1800 kr og í tilefni af síðustu sýningunni verður öllum gestum boðið upp á drykk.

 Þó almennum sýningum ljúki er enn hægt er að panta aukasýningar á How Do You Like Iceland fyrir hópa.Sýningin hentar vel við margskonar tilefni, fyrir ferðamannahópa, fyrirtæki eða stofnanir. Leikritið er einfalt í uppsetningu, leiktjöld eru engin og hægt er að sýna það nánast hvar sem er, í hefðbundnu leikhúsi, sem hádegis- eða kvöldverðarleikhús á veitingastöðum, sem kaffileikhús, skemmtiatriði á ráðstefnum, hótelum eða á söfnum, utanhúss sem innanhúss eða um borð í skemmtiferðaskipum. How Do You Like Iceland? er jafnnauðsynleg upplifun fyrir erlenda ferðamenn og Gullni hringurinn, Bláa lónið og rölt upp að Hallgrímskirkju.