Er Hedda Gabler fórnarlamb aðstæðna sinna, skarpgreind og viljasterk hetja sem berst gegn ofurvaldi samfélagsins eða er hún persónuleikatruflaður einstaklingur sem svífst einskis til að svala löngun sinni í vald yfir öðrum manneskjum? Kristín Eysteinsdóttir hlaut Grímuna sem leikstjóri ársins árið 2008 fyrir uppsetningu sína á Þeim ljóta hér í Þjóðleikhúsinu, og hún hefur vakið athygli fyrir nútímalegar og stílhreinar sýningar á nýjum erlendum leikritum. Nú tekst hún á við þetta stórvirki klassískra leikbókmennta.
Leikmyndarhönnuður er Finnur Arnar Arnarson, búningahönnuður er Filippía I. Elísdóttir, tónlist er eftir Barða Jóhannasson, lýsingu hannaði Halldór Örn Óskarsson og þýðingin er eftir Bjarna Jónsson, sem jafnframt er dramatúrg sýningarinnar.
Með hlutverk Heddu Gabler fer Ilmur Kristjánsdóttir en aðrir leikarar í sýningunni eru Brynhildur Guðjónsdóttir, Eggert Þorleifsson, Harpa Arnardóttir, Kristbjörg Kjeld, Stefán Hallur Stefánsson og Valur Freyr Einarsson.
{mos_fb_discuss:2}