Bandalag íslenskra leikfélaga boðar til haustfundar að Öngulsstöðum í Eyjafirði helgina 13. til 15. nóvember 2009. Ástæða er til að hvetja aðildarfélögin til að senda fulltrúa á fundinn en umfjöllunarefni hans eiga brýnt erindi við ykkur öll.
Tilkynnið þátttöku fyrir mánudaginn 2. nóvember í netfangið info@leiklist.is eða í síma 5516974.Dagskrá:
Föstudagur 13. nóvember:
Kvöldverður kl. 19.30–20.30
Fundur settur kl. 21.00 og verður kvöldið helgað vinnu leikstjórans en gestur fundarins verður Steinunn Knútsdóttir, formaður Félags leikstjóra á Íslandi
Laugardagur 14. nóvember:
Dagurinn fer í að ræða stóru málin tvö:
Lækkuð framlög ríkisins til áhugaleiklistar 2010 og Leiklistarhátíð NEATA á Akureyri 2010
Hátíðarkvöldverður og samvera um kvöldið
Sunnudagur 15. nóvember:
Önnur mál og fundarslit um hádegisbil
Hádegisverður fyrir heimferð
Þátttökugjald er kr. 22.000 og greiðist það við skráningu inn á reikning 334-26-5463, kt. 440169-0239, látið senda kvittun á netfangið info@leiklist.is
Án gistingar en með öllum mat nema morgunverði er gjaldið kr. 12.000