Ákveðið hefur verið að bjóða allt að 5 pláss fyrir höfunda í heimsókn í Leiklistarskóla BÍL í sumar. Skýrt skal þó tekið fram að ekki verður hægt að bjóða upp á sér rými fyrir það. Höfundar í heimsókn þurfa að nota þau rými sem eru laus og námskeiðshópar munu hafa forgang í rými þegar nauðsyn krefur. 

Gjald fyrir höfunda í heimsókn er 82.500 kr. Umsóknarfrestur er til kl. 12.00 þriðjudaginn 27. apríl og þarf gjaldið að vera greitt að fullu á sama tíma. Áhugasamir sendi umsókn á info@leiklist.is.