Sýning Leikfélags Akureyrar Fúlar á móti hefur gengið fyrir fullu húsi í Íslensku óperunni undanfarið. Edda Björgvins, Helga Braga og Björk Jakobs eru Fúlar á móti og þetta er í fyrsta sinn sem þessar vinsælustu uppistandsleikkonur þjóðarinnar leika saman í sýningu. Þær skauta af sinni alkunnu snilld í gegnum síðara skeiðið og gera óspart grín að sjálfum sér og öðrum. Allar konur munu kannast við það sem þær fjalla um og nú fá karlmenn loksins að vita hvers vegna eiginkonur þeirra, systur og mæður eru eins og þær eru. Hvað gerist þegar þessar fögru en viðsjárverðu dömur tipla saman um sviðið? Kviknar í þeim? Bíta þær áhorfendur?
Næstu sýningar í Íslensku óperunni eru: 22. maí, 28. maí og 4. júní. Um að gera að panta – og láta sig ekki vanta!
Miðasala er í síma: 511 4200 og á www.midi.is og á www.opera.is