Leikfélag Hafnarfjarðar boðar til aðalfundar leikfélagsins laugardaginn 31. maí 2014, kl. 15:00.

Aðalfundurinn verður haldinn í Gaflaraleikhúsinu, Strandgötu 50 í Hafnarfirði.

Dagskrá aðalfundar er samkvæmt lögum félagsins:
Kosning fundarstjóra og fundarritara
Inntaka nýrra félaga
Skýrsla formanns
Skýrsla gjaldkera (bráðabirgðayfirlit)
Kosning stjórnar og embættismanna sbr. 6. grein
Lagabreytingar sbr. 12. grein
Árgjald
Önnur mál

Komin er fram breyting á lögum félagsins sem lögð verður fyrir aðalfund. Lagabreytingin fylgir með í þessu fundarboði sem og lög félagsins og má nálgast þau í pdf formi með því að smella á tenglana hér að neðan..

Einungis skuldlausir félagar hafa atkvæðisrétt á aðalfundi.

Stjórn Leikfélags Hafnarfjarðar.

http://leikhaf.is/wp-content/uploads/2014/05/Lo%CC%88g-Leikfe%CC%81lags-Hafnarfjar%C3%B0ar.pdf

http://leikhaf.is/wp-content/uploads/2014/05/Tillaga-um-breytingar-a%CC%81-lo%CC%88gum-LH-31.05.2014.pdf