Það er löngu tímabært að rifja upp þetta bráðskemmtilega leikrit Jónasar Árnasonar og öll þjóðþekktu sönglögin sem flutt eru í sýningunni og Tríóið Þrjú á palli skaut inn á vinsældalistana á sínum tíma.
LF lýsir eftir körlum og konum á öllum aldri til að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni, hvort sem það er við leik, söng, smíðar eða málun osfrv. Einkum og sér í lagi óskum við eftir því að þeir sem áður hafa starfað með félaginu hafi samband.
Vilji fólk fræðast um félagið er bent á heimasíðu Fljótsdalshéraðs undir flipunum Þjónusta- menning- sviðslist eða (http://egilsstadir.is/index.php?option=com_content&view=article&id=36&Itemid=54) og skoðið facebook-síðu félagsins https://www.facebook.com/leikfelagfljotsdalherads.
Opið hús, samlestur og kynning í Valaskjálf sunnudaginn 21.september n.k. kl 17-19.
Framkvæmdastjóri sýningarinnar verður Sigríður Lára Sigurjónsdóttir, sími 862-5404 en formaður LF er Einar Rafn Haraldsson, erharaldsson@simnet.is sími 861-1999.
Minnum líka á www.leiklist.is.