Fjaðrafok er nýtt verk ætlað börnum frá 18 mánaða aldri. Verkið er samstarfsverkefni Bíbí & Blaka og írska sirkúsflokksins Fidget Feet. Þessir hópar sameinast nú í fyrsta sinn og vinna nýja blöndu af loftfimleikum og dansi sérstaklega ætlaða yngstu kynslóðinni.

Fjaðrafok fjallar um tvo fuglsunga, en fylgst er með þeim frá því að þeir klekjast út úr egginu sínu og leiðum þeirra til að ná færninni til að fljúga af stað.

Fljúgandi dansarar og lifandi tónlist munu bjóða börnum og aðstandendum þeirra upp á óvenjulega og skemmtilega upplifun! Verkið er 35 mínútur að lengd en eftir sýningu fá börnin að kanna rýmið og hitta flytjendur. Einnig verður í boði að föndra grímur bæði fyrir og eftir sýningu með foreldrum og forráðamönnum.

Bíbí og Blaka hlaut Grímuverðlaunin í júní sl. fyrir Vera og Vatnið sem barnasýning ársins 2016.