Nýr og betri vefur Image

Glöggir lesendur taka eflaust eftir því að Leiklistarvefurinn hefur tekið breytingum. Ástæðan er sú að samið hefur verið við nýjan þjónustuaðila og  tekið hefur verið í notkun nýtt umsjónarkerfi fyrir vefinn. Þessu fylgja auknir möguleikar og væntanlega enn betri þjónusta við ykkur.

Ef þið viljið kynna ykkur helstu breytingar, lesið meira hér fyrir neðan.

Nýtt spjallkerfi

Image Nýtt spjallkerfi hefur verið tekið í notkun sem er þjálla í notkun en það gamla og býður ýmsa möguleika sem það gamla hafði ekki.

Innskráning
Til að geta tekið þátt í spjallinu þurfið þið nú að skrá ykkur inn. Eftir sem áður getið þið tekið þátt í spjalli undir dulnefni að eigin vali.
Til að skrá ykkur á vefinn þurfið þið að smella á Búa til aðgang í dálkinum til vinstri. Þar setjið þið fullt nafn, virkt netfang, umbeðið notandanafn og lykilorð og sendið inn. Tölvupóstur verður sendur á netfangið og þarf að svara honum til staðfestingar. Notendanafni og lykilorði getið þið breytt síðar ef þið viljið. Lesendur spjallsins munu sjá stutta notendanafnið sem þú velur þér en aðeins vefstjóri mun hafa aðgang að öðrum upplýsingum.

Spjallið verður opið og frjálst að öðru leyti en eftir sem áður eru menn beðnir að gæta almenns velsæmis.
Þegar þú hefur skráð þig inn geturðu smellt á tengilinn Mínar upplýsingar vinstra megin og skoðað eða breytt eigin upplýsingum á borð við notandanafn og lykilorð. Einnig er hægt að breyta framsetningu spjallsins t.d.  raða nýjustu innleggjum efst eða öfugt.

Viðburðadagatal

Image Í dálkinum vinstra megin á vefnum (Á döfinni) sést dagatal þar sem hægt er að sjá leiksýningar í gangi og aðra leiklistartengda viðburði. Leikfélög og leikhópar eru hvattir til að senda upplýsingar um sýningar og aðra leiklistarviðburði til info@leiklist.is.


Kannanir

Image Reglulega munu birtast hér kannanir af léttu tagi þar sem lesendur geta greitt atkvæði um ýmis leiklistatengd mál. Uppástungur að könnunum eru vel þegnar og má senda á  lensherra@leiklist.is.