Óværuenglarnir fjallar um englana Hrein, Engilfríði og Bjart sem standa sig engan veginn í Englaskóla Himnaveldis. Eftir ítrekaðar kvartanir kennara skólans, tekur Serafía æðsti engill til sinna ráða. Fær hún leyfi fra Alföðurnum, til að senda þessa óþekktarengla niður til jarðar. Þar eiga þau að reyna að koma vitinu fyrir jarðarbúa, sem eru eins og svo oft áður, búnir að ganga fram af íbúum Himnaveldis. Takist englunum þremur ekki að snúa jarðarbúum til betri vegar, eiga þeir og íbúar jarðar, á hættu að vera send í Svarthol Alheimsins, þar sem þolinmæði Himnabúa er á þrotum.
Leikritið er fullt af boðskap og inniheldur vinsæl lög ásamt skondnum texta, uppákomum og dönsum. Leikarar eru 19 talsins og 5 aðstoðarungmenni að auki sem sjá um aðstoðarleikstjórn, markaðsetningu, ljósa- og hljóðstjórn.
Eftir sýningu er áhorfendum boðið upp á piparkökur og djús. Jólagjafasöfnun Borgarbarna fyrir Mæðrastyrksnefnd er árleg hefð. Þá geta áhorfendur komið með pakka, merktan aldri og kyni, á sýningar og leikarar sjá um að skila til Mæðrastyrksnefndar.
Verkið er sýnt í Iðnó frá 1. des.-18.des morgna (09:30, 11:00) eftirmiðdagssýningar virka daga kl. 17:30 og svo um helgar kl. 14:00 og kl. 16:00 (einhverntíman meira að segja kl. 12:00)
Miðaverð er kr. 1.000 – gjöf en ekki gjald, vilja margir meina. Ef keypt er heil sýning (miðað við 150 sæti – tilvalið fyrir starfsmannafélög) er miðaverð kr. 500.
Miðapantanir í miðasölu Iðnó sími 562-9700 (milli kl. 11:00-16:00) Fyrirspurnir má senda á borgarborn@gmail eða í síma 861-6722. Miða má einnig nálgast á midi.is
{mos_fb_discuss:2}