Barnaleikhúshátíðin Klakkur verður haldin í Klakksvík í Færeyjum dagana 29. júní til 5. júlí í sumar. Til hennar er boðið leiksýningum barna frá 9 til 14 ára, að hámarki 60 mín. að lengd. Sýningarnar verða frá öllum Norðurlöndunum ásamt Eistlandi, Lettlandi og Litháen.
Leikhóparnir fá frítt uppihald fyrir 10 börn og 2 fullorðna meðan á hátíðinni stendur. Ferðakostnað verða hóparnir að greiða sjálfir.
Nánari upplýsingar eru í meðfylgjandi pdf-skjali .
Þar er einnig að finna umsóknareyðublað sem áhugasamir eru beðnir að fylla út og senda á netfangið info@leiklist.is fyrir 20. mars nk. ATH. EKKI TIL FÆREYJA!!!
Ef fleiri en einn hópur sækir um mun stjórn Bandalagsins velja úr umsækjendum fyrir 1. apríl nk.