Leikfélagið Hugleikur sýnir stuttverkadagskrána „Bað Stofan um þetta?“

Á köldum vetrarkvöldum er tilvalið að bregða sér aftur til fortíðar og inn í yl baðstofunnar. Sunnudaginn 9. nóvember býður leikfélagið Hugleikur gestum upp á sex leikþætti sem allir taka innblástur sinn frá hinni íslensku baðstofu: þar sem návígið kallar fram innstu hvatir, galdrar eru daglegt brauð, afturgöngur og óvættir banka upp á og húslestrar eru engin lömb að leika sér við.

Þættirnir sem sýndir verða eru:
Sönn ást eftir Árna Friðriksson. Leikstjóri er Margrét Þorvaldsdóttir og leikarar Guðrún Eysteinsdóttir og Þórarinn Stefansson.
Kverkaskítur eftir Elísabetu Friðriksdóttur. Leikarar eru Þórunn Guðmundsdóttir, Rúnar Lund, Margrét Þorvaldsdóttir og Sigurður H. Pálsson. Leikhópurinn leikstýrir.
Undan björgunum eftir Ástu Gísladóttur. Leikarar eru Ásta Gísladóttir, María Björt Ármannsdóttir og Víkingur Leon Þórðarson. Leikhópurinn leikstýrir.
Húslestur eftir Árna Friðriksson. Leikstjóri er María Björt Ármannsdóttir og leikari Hjörvar Petursson.
Hjartnám eftir Þórarinn Stefansson. Leikstjóri er Ásta Gísladóttir og leikarar María Björt Ármannsdóttir, Egill Sigurbjörnsson og Bjarki Höjgaard.
Fleipur eftir Þórunn Guðmundsdóttir sem leikstýrir einnig þættinum. Leikari er Sólrún Hedda Benedikz.
Kynnir: Þorgeir Tryggvason

Dagskráin verður sýnd einu sinni þann 9. nóvember kl. 20.00 í húsnæði leikfélagsins að Langholtsvegi 111. Hún er opin öllum og aðgangseyrir er 1000 kr. Ath. takmarkaður sætafjöldi. Takið frá sæti með því að senda póst á hugleikur@hugleikur.is