Sunnudaginn 18. nóvember var leikritið Hamagangur í helli mínum frumsýnt hjá Leikfélagi Mosfellssveitar. Þetta er nýtt íslenskt jólaleikrit fyrir alla fjölskylduna eftir Maríu Guðmundsdóttur. Leikstjórar eru Ólöf Þórðardóttir og Eva Björg Harðardóttir. Um tuttugu manns koma að sýningunni sem er full af söng, glensi og gríni. Sýningar verða í Bæjarleikhúsinu Mosfellsbæ á sunnudögum kl. 16.

Í leikritinu taka Grýla og Leppalúði að sér að sjá um að reka hótel í Mosfellsbæ á aðventunni og skilja jólasveinana eina eftir í hellinum á meðan. Þeir fá það hlutverk að ganga frá og pakka inn jólagjöfum til allra barnanna á íslandi. Það gengur mikið á í hellinum og áhorfendur fá að fylgjast með hvernig málin leysast.

Miðaverð er 1500 krónur og miðapantanir í síma 566 7788.