Mánudaginn 12. og þriðjudaginn 13. desember munu Pörupiltarnir ásamt „sjúklega heitri skvísu“ leiklesa leikritið The Night before Christmas eftir Anthony Neilson í Tjarnarbíói. Þetta er liður í leiklestrarröðinni Salon þar sem íslenskir leikarar leiklesa ný og spennandi bresk verk sem ekki hafa verið sett hér á landi. Húsið opnar kl. 20 og lestur hefst kl. 20.30. Miðaverð er 1.500 kr. en inni í verðinu er einn kaldur Tuborg.

The Night before Christmas er lítil jólaperla um vináttu, innbrot, álfasögur og hinn sanna anda jólanna. Pörupiltarnir eru Dóri Maack, Nonni Bö og Hermann Gunnarsson.

{mos_fb_discuss:2}