Íslenskur áhugaleikari í útlöndum
Hinn geðþekki fyrrverandi ritari Bandalagsins, Sigríður Lára Sigurjónsdóttir býr nú í Montpellier í S-Frakkalandi. Hún hefur gert örlitla úttekt á menningar- og mannlífi þar í borg. Menning og mannlíf í Montpellier Götuleikhús hefur verið í örum vexti á Íslandi á liðnum misserum. Sumrin eru að verða undirlögð af bæjarhátíðum hvers konar í flestum þéttbýliskjörnum og er það vel. Í framhaldi af því hefur þó bólað á umræðum um hvað sé götuleikhús og hvenær sé um götuleikhús að ræða og hvenær það eigi að heita eitthvað annað. Í ljósi þessarar umræðu var athyglivert fyrir undirritaðan Íslending að koma hingað í suðrið, þar sem götulistir lúta alfarið öðrum lögmálum en heima á klakanum. Það sem breytir mestu er trúlega “betlimenningin” hérna. Hér þarf ekki að styrkja leikhópa til þess að vera með skemmtiatriði á götum úti þar sem margir virðast hafa það sem aðalatvinnu að syngja, dansa eða skemmta á annan hátt á torgum og í fjölförnum göngugötum. Listamenn eða atvinnubetlarar? Það verður að segjast alveg eins og er að ég hef gert skammarlega lítið af því að sækja menningarviðburði hér um slóðir enn sem komið er. Ég hef nú haft búsetu hér í Montpellier, landi Fransmanna um næstum þriggja mánaða skeið og lítið mátt vera að því að kynna mér hvað er á fjölunum (eða hvar bestu fjalirnar eru). Hér eltir menningin mann hins vegar uppi, láti maður það eftir...
Sjá meira