Author: lensherra

Umf. Skallagrímur, leikdeild

Formaður: Halldór Hólm Kristjánsson halldorholm@gmail.com 8215283 Gjaldkeri: Margrét Birna Kolbrúnardóttir margretbkol@gmail.com 6617411 Ritari: Arndís Aðalbjörg Finnbogadóttir 8651689 Félagið starfar í...

Sjá meira

Dan Kai Teatro sýnir

Leikhópnum Dan Kai Teatro hefur verið boðið að taka þátt í menningarnótt 21. ágúst næstkomandi í annað sinn en þau sýndu verkið Beauty hér á landi á seinasta ári. Af því tilefni hafa þau ákveðið að sýna einnig í húsnæði Leikfélags Hafnarfjarðar við lækinn, dagana á undan. Um er að ræða tvo stutt þætti, Fear, eftir Eyrúnu Ósk Jónsdóttur. Leikritið er skrifað í ljóðrænum stíl undir áhrifum íslenskra og spænskra þjóðsagna. Seinna verkið heitir Nana del Caballo (Vögguvísa hestsins) og er spuna verk sem er byggt á leikritinu El Puplico (áhorfendurnir) eftir Federico García Lorca. Leikritið skoðar hugmyndir um kynhlutverk og kynhneigð. Verkin verða flutt á ensku. Leikhópinn skipa ungtfólk frá Spáni, Íslandi og Englandi. Sýningar verða: Fimmtudaginn 18. ágúst (forsýning) Föstudaginn 19. ágúst Sunnudaginn 21.ágúst. Allar sýningar hefjast kl: 20:00. Miðaverð er 1000 kr. og hægt að panta miða í síma 846-1351. Áhorfendum verður boðið upp á kaffi og meðlæti í...

Sjá meira

Ávarp Tankred Dorst, leikskálds

Í tilefni af Alþjóða leikhúsdeginum 27. mars 2003 Ávarpið er samið að beiðni Alþjóða leikhúsmálastofnunarinnar  ITI. Við spyrjum í sífellu, hvort leikhúsið geri samtíma okkar raunveruleg skil. Leikhúsið speglaði veröldina í tvöþúsund ár og gerði grein fyrir stöðu mannsins. Hvort sem leiknir voru harmleikir eða gleðileikir var ljóst að líf manneskjunnar voru hennar óumflýjanlegu örlög. Maðurinn var ekki óskeikull; hann gerði skelfileg mistök, tókst á við aðstæður sínar, hann þyrsti í völd og var veiklunda, svikull og auðtrúa, blindur, kátur og glímdi við guð. Nú segja menn mér aftur á móti að við getum ekki lengur skoðað líf okkar samkvæmt hefðbundum aðferðum leikhússins, eða með hefðbundinni dramatúrgíu. Það sé semsagt engin leið til þess að segja sögur. Þess í stað koma textar af ýmsu tagi, ekki samtöl, en yfirlýsingar. Ekkert drama. Úti við sjóndeildarhringinn lúrir annarskonarmaður: Margklónuð vera, erfðafræðilega endurbætt. Og sé þessi nýi maður til í raun, mun hann ekki þurfa á hefðbundnu leikhúsi að halda. Hann mun ekki skilja átökin sem þar fara fram. Við sjáum þó ekki fram í tímann. Að mínu mati eigum við að gera allt sem við getum og nota til þess alla okkar hæfileika (hvaðan þeir koma, vitum við ekki) til þess að verja fyrir ókominni framtíð hinn illa, fagra, ófullkomna samtíma okkar, óskynsamlega drauma og árangurslaust erfiði okkar. Til þess höfum við ótal meðul: Í leikhúsinu koma saman margar ólíkar listgreinar;...

Sjá meira

Alþjóðlegi leikhúsdagurinn 27. mars 2003

Ávarpið skrifar Þráinn Karlsson leikari á Akureyri. Góðir leikhúsgestir. Á þessum degi 27. mars ávarpa leikhúslistamenn leikhúsgesti um allan heim. Það var með tregablandinni gleði að ég tók að mér að setja saman ávarpið að þessu sinni. Eins og nú er kunnugt hefur öllum starfsmönnum eins atvinnuleikhúss landsins, Leikfélags Akureyrar, verið sagt upp störfum vegna fjárhagsvanda. Við slík tímamót veltir maður fyrir sér spurningum sem varða okkur listamennina og áhorfendur, af meiri alvöru en þegar allt leikur í lyndi. Spurningum eins og; Hvers virði er leiklist samfélaginu? Hver er hagnaðurinn? Ég var 7 ára gamall þegar ég fór fyrst í leikhús með foreldrum mínum að sjá sjónleikinn Skálholt eftir Guðmund Kamban, harmsögu frá 17. öld. Ég ríghélt í móður mína, skalf eins og asparlauf í vindi. Var ef til vill rangt að taka snáðann með á þessa leiksýningu? Ég held ekki. Þessi magnaða upplifun hefur fylgt mér allar götur síðan. Sem barn sóttist ég eftir að „fara á leikrit“ en fékk sjaldnar en ég vildi. Leikararnir – fas þeirra og framganga – búningarnir sem þeir klæddust – andlitsgervin – leiktjöldin – allt þetta var mér ný uppgvötun, ævintýri. Og þegar upphófst tónlist og söngur var mér öllum lokið. Á þessum árum hef ég áreiðanlega ekki velt því fyrir mér hvort einn leikari var betri en annar, hvort sýning var góð eða slæm, það skipti mig ekki máli en þó...

Sjá meira

Nýársheit áhugaleikarans 2003

Hver skyldu vera nýársheit áhugaleikarans 2003? Hætta næstum alveg að ofleika. Ekki hlaupa strax út eftir hverja einustu æfingu til að losna við að ganga frá. Hætta að káfa á sminkunni meðan ég er í förðun. Læra textann minn fyrir frumsýningu. Ekki reyna við leikstjórann í næsta frumsýningarteiti. Komast að því hvað þetta skoska leikrit er sem menn eru alltaf að tala um. Verða fyrir valinu í Athyglisverðustu áhugaleiksýningu ársins jafnvel þó það kosti að setja upp 40 manna frumsaminn söngleik um gildi hangikjöts í list- og þjóðmenningu 20. aldar. Láta það vera að brjóta eitthvað næst þegar talað er um einskæra leikgleði í leikdómi um mig. Sannfæra formanninn um ágæti leikritsins sem ég hef verið með í smíðum í sjö ár og fjallar um sigur minn… eh, ég meina söguhetjunnar á mótlæti og fordómum gagnvart hinum misskilda alþýðulistamanni sem hefði án vafa unnið glæsta sigra á sviðum stærstu leikhúsa landsins ef ekki hefði verið fyrir skefjalausa illkvitni og frámunalegt dómgreindarleysi dómnefnda í inntökuprófunum í Leiklistarskólann undanfarinn áratug. Gera athugasemdalaust eins og leikstjórinn biður mig um að gera í staðinn fyrir að útskýra fyrir honum í smáatriðum af hverju ég gerði eitthvað allt annað. Lesendum er velkomið að bæta sínum áramótaheitum við á...

Sjá meira

Opnunartímar

Mánudagur - Föstudagur: 8:45 — 12:00, Laugardagur - Sunnudagur: Lokað