Leikárið hjá LA
Mikil fjölbreytni einkennir leikárið 2005-2006 hjá LA sem kemur í kjölfar eins mesta aðsóknarárs í sögu leikfélagsins. Í vetur verða átta leiksýningar á fjölunum. Þar af eru þrjár frumsýningar á: drepfyndnum gamanleik, kraftmiklum rokksöngleik og undurfallegu átakaverki. Sýningum verður haldið áfram á Pakkinu á móti sem frumsýnt var í vor við mjög góðar undirtektir. Til viðbótar þessu verða fjórar rómaðar gestasýningar í boði hjá LA fyrir leikhúsgesti á Akureyri. Nýtt leikrými leikhússins verður tekið í notkun í mars. Það er svokallaður svartur kassi sem býður upp á fjölda nýrra möguleika. Eins og á síðasta ári gefst ungu fólki kostur á að eignast fast sæti í allan vetur á niðursettu verði og sem fyrr á leikhúsið gott samstarf við fjölda fyrirtækja og annarra leikhúsa. Fastráðnir leikarar Fjórir nýir leikarar verða á föstum samningi hjá LA í vetur. Þetta eru þau: Álfrún Örnólfsdóttir, Esther Thalia Casey, Guðjón Davíð Karlsson og Jóhannes Haukur Jóhannesson. Þá hefur Þráinn Karlsson nú sitt fimmtugasta leikár hjá leikhúsinu. Þessir leikarar verða uppistaðan í dagskrá vetrarins en að auki verður glæsilegur hópur lausráðinna leikara í stökum verkefnum. Verkefni leikársins 2005-2006 eru: Pakkið á móti eftir Henry Adams í leikstjórn Agnars Jóns Egilssonar. Kaldranalegt en broslegt leikrit sem stendur skuggalega nærri fréttum líðandi stundar af hryðjuverkaárásum á London. Verkið var frumsýnt í vor og verður tekið upp á ný nú í september. Fullkomið brúðkaup eftir Robin Hawdon í...
Sjá meira


