Author: lensherra

Gaukshreiðrið í Freyvangi

Freyvangsleikhúsið frumsýnir í kvöld 16.febrúar, leikverkið Gaukshreiðrið eftir samnefndri bók Ken Kensey og leikgerð Dale Wasserman í þýðingu Karls Ágústs Úlfssonar. Leikstjóri er Gunnar Björn Guðmundsson. Leikverkið segir sögu indíanahöfðingjans Bromden sem hefur verið lengi á geðsjúkrahúsi í Bandaríkjunum. Bromden segir frá komu R.P. McMurphy á deildina og hvaða áhrif hann hafði á sjúklinga og starfsfólk hælisins. McMurphy hafði séð sér leik á borði og leikið sig geðveikan til þess að losna við fangelsisvist. Hann lendir þar í útistöðum við frú Ratchet forstöðukonu hælisins sem stjórnar hælinu vægast sagt með harðri hendi. Verkið lýsir á beinskeittan hátt aðstæðum og...

Sjá meira

Fiðlarinn á þakinu á Ísafirði

Litli leikklúbburinn í samstarfi við Tónlistarskólann á Ísafirði frumsýndi söngleikinn Fiðlarann á þakinu fyrir troðfullum Edinborgarsal, fimmtudaginn 1. febrúar. Fiðlarinn á þakinu segir frá mjólkurpóstinum Tevje og gerist árið 1905 í þorpinu Anatevka í Rússlandi þar sem siðvenjur og hefðir eru fyrir öllu. Tevje og Golda konan hans eiga fimm dætur sem allar þurfa eiginmenn. Hjúskaparmiðlari þorpsins gerir sitt besta til að sinna hlutverki sínu en dæturnar hafa aðrar hugmyndir um örlög sín en foreldrarnir, miðlarinn og samfélagið. Höfundar verksins eru Jerry Boch og Sheldon Harnick. Þýðandi er Þórarinn Hjartarson. Þórhildur Þorleifsdóttir leikstýrir og um tónlistarstjórn sér Beáta Joó....

Sjá meira

Gaukshreiðrið í Freyvangsleikhúsinu

Freyvangsleikhúsið hefur hafið æfingar á Gaukhreiðrinu eftir samnefndri bók Ken Kensey og leikgerð Dale Wasserman í þýðingu Karls Ágústs Úlfssonar. Leikstjóri er Gunnar Björn Guðmundsson. Leikverkið segir sögu indíanahöfðingjans Bromden sem hefur verið lengi á geðsjúkrahúsi í Bandaríkjunum. Bromden segir frá komu R.P. McMurphy á deildina og hvaða áhrif hann hafði á sjúklinga og starfsfólk hælisins. McMurphy hafði séð sér leik á borði og leikið sig geðveikan til þess að losna við fangelsisvist. Hann lendir þar í útistöðum við frú Ratchet forstöðukonu hælisins sem stjórnar hælinu vægast sagt með harðri hendi. Verkið lýsir á beinskeittan hátt aðstæðum og þann...

Sjá meira

Stjórnleysi á Seyðisfirði

Leikfélag Seyðisfjarðar frumsýndi fimmtudaginn síðastliðinn verkið Stjórnleysingi ferst af slysförum eftir Nóbelskáldið Dario Fo. Leikstjórn var í höndum Snorra Emilssonar og Ágústar T. Magnússonar. Er þetta fyrsta uppsetning leikfélagsins síðan 2018.  Leikhópurinn samanstendur af  sex leikurum, blöndu af nýliðum og reynsluboltum. Leikfélagið bætir við aukasýningu mið. 12. desember. Sýnt er í Herðubreið á Seyðisfirði.  Nánari upplýsingar má fá á Facebook-síðu...

Sjá meira

Þytur í laufi í Húnaþingi

Síðustu vikur hefur Leikflokkur Húnaþings vestra verið að æfa leikritið Þytur í laufi – ævintýri við árbakkann.  Leikstjóri er Greta Clough og er þetta fjórða barnaleikritið sem hún leikstýrir fyrir leikflokkinn en hún hefur komið að um 20 barnaleikritum í heild.  Leikgerðin er byggð á hinni heimsþekktu sögu Kenneth Grahame en handritið var þýtt af Ingunni Snædal. Hinn vitri og sérvitri Greifingi, vatnselskandi Rotti og hinn feimni og innhverfi Moldi þurfa að hafa sig alla við að halda í bremsuna á kærulausa og auðuga Todda þegar hans nýjasta æði heltekur hann og veldur miklum usla í sveitinni kringum ánna....

Sjá meira

Opnunartímar

Mánudagur - Föstudagur: 9:00 — 13:00, Laugardagur - Sunnudagur: Lokað

Nýtt og áhugavert