Þér er boðið í afmæli!
Bandalag íslenskra leikfélaga er 75 ára í ár. Af því tilefni verður haldin afmælisveisla sunnudaginn 7. desember kl. 15.00 á Netinu. Aðildarfélögin eru hvött til halda upp á daginn með því að koma saman í leikhúsinu, heimahúsi eða annarsstaðar og fylgjast með afmælisstreymi á YouTube þar sem m.a. verða afmæliskveðjur frá nokkrum aðildarfélögum auk myndasýningar frá uppfærslum félaganna undanfarin ár. Ekki væri úr vegi að skella í eina eða tvær hnallþórur í tilefni dagsins. Gaman væri að fá sendar myndir af samkomum félaganna á info@leiklist.is svo hægt sé að birta þær í lok streymisins. Streymið verður tiltækt á eftirfarandi...
Sjá meira


