Author: lensherra

Námskeið í leikhúsförðun og gervagerð

Leiklistarskóli BÍL stendur fyrir námskeiði í leikhúsförðun dagana 24.-25. janúar 2026. Kennari er Ásta Hafþórsdóttir sem er einn fremsti förðunarmeistari landsins og þótt víðar væri leitað. Kennt verður í húsnæði Reykjavík Makeup School að Krókhálsi 6 í Reykjavík. Námskeiðið hefst laugardaginn 24. janúar og lýkur sunnudaginn 25. janúar. Lögð verður áhersla á helstu atriði í grunnförðun í leikhúsi fyrri daginn en seinni daginn fá nemendur að þeim þáttum sem þeir helst kjósa. Meðlimir aðildarfélaga Bandalagsins hafa forgang að námskeiðinu en opið verður fyrir aðra ef laus pláss verða. Frekari upplýsingar og umsóknarform...

Sjá meira

Umsókn – Námskeið í leikhúsförðun og gervagerð

(Sjá umsóknarform neðst á síðunni) Námskeið í leikhúsförðun og gervagerð 24.-25. janúar 2026. Leiklistarskóli Bandalags íslenskra leikfélaga býður upp á námskeið í leikhúsförðun og gervagerð dagana 24.-25. janúar 2026. Kennari er Ásta Hafþórsdóttir sem er einn fremsti förðunarmeistari landsins og þótt víðar væri leitað. Kennt verður í húsnæði Reykjavík Makeup School að Krókhálsi 6 í Reykjavík. Námskeiðið hefst laugardaginn 24. janúar og lýkur sunnudaginn 25. janúar. Lögð verður áhersla á grunnförðun í leikhúsi fyrri daginn en seinni daginn fá nemendur að leggja áherslu á atriði sem þeir kjósa. Meðlimir aðildarfélaga Bandalagsins hafa forgang að námskeiðinu en aðrir geta sótt um ef laus pláss verða. Námskeiðslýsing: Tveggja daga námskeið í gervum fyrir leikhús, farið verður í grunnatriði þegar kemur að karaktersköpun, hárkollum, grunnsminki, og margskonar hagnýtri tækni. Dagur 1: # Fyrirlestur og slideshow # Sýnikennsla í að undirbúa hár fyrir hárkollur # Sýnikennsla í sminktækni, fyrir öldrun, karakter ofl # Sýnikennsla í að líma á latex nef # Umræða um karaktersköpun # Undirbúningur fyrir næsta dag / hugsa hvaða karakter viðkomandi vill gera Dagur 2: # Undirbúningur fyrir karakter # Nemendur gera sjálfir hver á öðrum # Í boði verða hárkollur af ýmsu tagi og einnig nef til afnota Námskeiðsgjald er 65.000 kr. og greiðist fyrir 6. janúar 2026. Krafa verður send í banka á kennitölu greiðanda. Allt efni er innifalið í námskeiðsgjaldi. Boðið verður upp á létta næringu meðan á námskeiði...

Sjá meira

Þér er boðið í afmæli!

Bandalag íslenskra leikfélaga er 75 ára í ár. Af því tilefni verður haldin afmælisveisla sunnudaginn 7. desember kl. 15.00 á Netinu. Aðildarfélögin eru hvött til halda upp á daginn með því að koma saman í leikhúsinu, heimahúsi eða annarsstaðar og fylgjast með afmælisstreymi á YouTube þar sem m.a. verða afmæliskveðjur frá nokkrum aðildarfélögum auk myndasýningar frá uppfærslum félaganna undanfarin ár. Ekki væri úr vegi að skella í eina eða tvær hnallþórur í tilefni dagsins.  Gaman væri að fá sendar myndir af samkomum félaganna á info@leiklist.is svo hægt sé að birta þær í lok streymisins.  Streymið verður tiltækt á eftirfarandi...

Sjá meira

Lápur, Skrápur og jólaskapið á aðventunni á Ísafirði

Litli leikklúbburinn á Ísafirði endurfrumsýnir jólaleikritið Lápur, Skrápur og jólaskapið eftir Snæbjörn Ragnarsson nú á aðventunni. Klúbburinn setti sýninguna líka upp fyrir síðustu jól en þá komust færri að en vildu. „Það er búið að vera virkilega gaman að rifja upp kynnin við Sunnu mannabarn, tröllabræðurna og fjölskyldu þeirra í Grýluhelli,“ segir Gunnar Ingi Hrafnsson, formaður Litla leikklúbbsins. „Í ár ákváðum við að vera með lifandi tónlist í uppfærslunni, og það má svo sannarlega segja að hljómsveitin geri sýninguna enn skemmtilegri og líflegri.“ Sýningar fara fram í Edinborgarhúsinu á Ísafirði: 29. nóvember kl. 11:00 30. nóvember kl. 11:00 6....

Sjá meira

Ársrit BÍL 2025 komið út

Ársrit BÍL fyrir leikárið 2024-25 er komið út. Í því eru að finna allar helstu upplýsingar um starfsemi áhugaleikfélaganna á síðasta leikári auk svipmynda úr sýningum og annars efnis. Hægt er nálgast ársritið á PDF formi...

Sjá meira

Opnunartímar

Mánudagur - Föstudagur: 8:45 — 12:15, Laugardagur - Sunnudagur: Lokað

Vörur