Alþjóðlegi leikhúsdagurinn 2025
Bandalag íslenskra leikfélaga óskar leiklistarunnendum gleðilegs alþjóðaleikhúsdags með þessum svipmyndum frá aðildarlöndum NEATA, Norður-Evrópsku áhugaleikhússamtökunum....
Sjá meiraLeiklistarvefurinn | mar 27, 2025 | Markvert |
Bandalag íslenskra leikfélaga óskar leiklistarunnendum gleðilegs alþjóðaleikhúsdags með þessum svipmyndum frá aðildarlöndum NEATA, Norður-Evrópsku áhugaleikhússamtökunum....
Sjá meiraLeiklistarvefurinn | mar 26, 2025 | Fréttir |
Leikfélag Hornafjarðar, í samstarfi við Framhaldsskólann í Austur-Skaftafellssýslu, frumsýnir söngleikinn Hárið, næstkomandi laugardag, 29. mars. Leikstjóri sýningarinnar er Svandís Dóra Einarsdóttir, hreyfihönnuður er Sigga Soffía Níelsdóttir, tónlistarstjóri er Hörður Alexander Eggertsson, kórstjóri er Hrafnkell Karlsson, ljósahönnuður er Þorsteinn Sigurbergsson og búningahönnuður er Ágústa Margrét Arnardóttir. Að sýningunni koma 16 leikarar, sjö manna kór, fjögurra manna hljómsveit, aðstoðarleikstjóri, sýningarstjóri og þrír tæknimenn, auk fjölmargra velunnara leikfélagsins sem hafa lagt hönd á plóginn við leikmyndagerð, smíðavinnu, hár og förðun. Sýningarnar fara fram í Mánagarði, félagsheimili rétt utan bæjarmarka, sem hefur verið aðalsýningarsalur Leikfélags Hornafjarðar í fjölda ára. Eins og segir í...
Sjá meiraLeiklistarvefurinn | mar 24, 2025 | Gagnrýnandinn |
Júlíus Júlíusson fjallar um sýningu leikfélags Dalvíkur á Fram og aftur Leikfélag Dalvíkurbyggðar fær hrós í hástert fyrir metnaðarfulla og vandaða uppfærslu á verkinu Fram og aftur eftir bandaríska leikskáldið Sean Grennan. Leikritið, sem nú er sýnt í fyrsta sinn á Íslandi í íslenskri þýðingu og leikstjórn Dominique Gyðu Sigrúnardóttur, er bæði heillandi og hugljúf hugleiðing um tímann, ákvarðanir sem móta líf okkar, og þá sem við deilum þeim með. Sögusviðið er einfalt en áhrifaríkt: lítill bar á Dalvík árið 1986, þar sem ungi barþjónninn fær óvænta heimsókn frá eldri manni sem gerir honum undarlegt tilboð – peninga gegn...
Sjá meiraLeiklistarvefurinn | mar 22, 2025 | Fréttir |
Leikfélag Fjallabyggðar frumsýndi leikverkið Bjargráð eftir Guðmund Ólafsson 14. mars síðastliðinn. Verkið er gamanleikur með söngvum og er höfundurinn Guðmundur Ólafsson, jafnframt leikstjóri. Leikurinn gerist í litlu bæjarfélagi þar sem allt er í kaldakoli og allt útlit fyrir að það fari á hausinn. Fjárhagurinn í tómu tjóni og íbúar ekki ánægðir með bæjarstjórnina. Hin frábæra og stórskemmtilega hljómsveit Ástarpungarnir sér um hljóðfæraleikinn og tekur þátt í sýningunni. Sýnt er í Menningarhúsi Fjallabyggðar Ólafsfirði. Nánar má fræðast um sýninguna á Facebook-síðu félagsins. Miðapantanir: Hanna Bryndís sími 6161762 milli kl.16 og 18 Vibekka 8485384 milli kl.16 og 18...
Sjá meiraLeiklistarvefurinn | mar 22, 2025 | Fréttir |
Leikfélag Dalvíkur frumsýndi leikritið Fram og aftur eftir Sean Grennan í íslenskri þýðingu og leikstjórn Dominique Sigrúnardóttur, föstudaginn 21 mars. Í staðfærðri þýðingu verksins fjallar það um ungan mann sem vinnur á bar á Dalvík árið 1986. Eitt kvöldið fær hann óvænta heimsókn frá eldri manni sem býður honum peninga upphæð sem hann á erfitt með að neita, fyrir það eitt að fá að sitja eftir lokun og fá sér drykk. Tilboðið hljómar vel en eftir því sem líður á kvöldið fara grunsamlegir hlutir að koma í ljós og óvæntur gestur flækir hlutina enn fremur. Fram og aftur fjallar...
Sjá meira