Author: lensherra

39 þrep í Þjóðleikhúsið

Sýning Leikfélags Hólmavíkur 39 þrep var valin Athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins af dómnefnd Þjóðleikhússins. Formaður dómnefndar, Vala Fannell tilkynnti valið á hátíðarkvöldverði  aðalfundar Bandalags íslenskra leikfélaga sem haldinn var í Vatnsholti 3. maí. Í umsögn dómnefndar segir: Val Þjóðleikhússins á athyglisverðustu áhugaleiksýningu leikársins hefur nú farið fram í þrítugasta og þriðja sinn. Að þessu sinni sóttu alls tólf leikfélög um að koma til greina við valið með þrettán sýningar. Formaður dómnefndar var Vala Fannell, en með henni í dómnefnd sátu Elín Smáradóttir sýningarstjóri og Oddur Júlíusson leikari. Dómnefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að velja sem athyglisverðustu áhugaleiksýningu leikársins 2024-2025sýningu...

Sjá Meira

Leikhúspáskar í Kómedíuleikhúsinu

Kómedíuleikhúsið í Haukadal Dýrafirði, dalnum þar sem engin býr, tekur að vanda þátt í páskahátiðinni fyrir vestan. Á fjölunum verða tvær leiksýningar úr smiðju leikhússins. Fjölskylduleikritið ástsæla og alvestfirska Dimmalimm eftir Bílddælinginn Mugg hefur notið gífurlegra vinsælda frá því það var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu árið 2019. Dimmalimm verður sýnt á Skírdag fimmtudaginn 17. apríl kl.14.00 og einnig á laugardag 19. apríl kl.14.00. Sýning sumarsins liðna í Kómedíuleikhúsinu Haukadal var Ariasman. Um er að ræða sögulegt og blóðugt leikverk er fjallar um hin hrottalegu Baskamorð fyrir vestan. Ariasman hefur hlotið afbragðs góðar viðtökur og var nú síðast sýnt tvívegis fyrir...

Sjá Meira

Aðalfundur BÍL 2025 – Dagskrá og skráning

Boðað er til aðalfundar Bandalags íslenskra leikfélaga 2025 að Hótel Vatnsholti í Árnessýslu, helgina 2.-4. maí 2025. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Aðalfundurinn verður settur kl. 9.00 laugardag 3. maí. Tilkynna þarf fulltrúa aðildarfélaga á aðalfundi með því að senda inn kjörbréf á Leiklistarvefnum. Skrá þarf inn á vefinn á aðgangi aðildarfélags. Hafið samband við framkvæmdastjóra í s. 551-6974 eða info@leiklist.is ef vandamál koma upp við innskráningu. Ekki er nóg að senda inn kjörbréf heldur þarf skrá alla þingfulltrúa sérstaklega, Sjá að neðan. Að gefnu tilefni skal tekið fram að aðalfundurinn er opinn öllum meðlimum áhugaleikfélaganna. Þeir sem hyggjast...

Sjá Meira

Opnunartímar

Mánudagur - Föstudagur: 9:00 — 13:00, Laugardagur - Sunnudagur: Lokað, 24 Apr: Lokað

Vörur

Nýtt og áhugavert