Bað Stofan um þetta?
Leikfélagið Hugleikur sýnir stuttverkadagskrána „Bað Stofan um þetta?“ Á köldum vetrarkvöldum er tilvalið að bregða sér aftur til fortíðar og inn í yl baðstofunnar. Sunnudaginn 9. nóvember býður leikfélagið Hugleikur gestum upp á sex leikþætti sem allir taka innblástur sinn frá hinni íslensku baðstofu: þar sem návígið kallar fram innstu hvatir, galdrar eru daglegt brauð, afturgöngur og óvættir banka upp á og húslestrar eru engin lömb að leika sér við. Þættirnir sem sýndir verða eru: Sönn ást eftir Árna Friðriksson. Leikstjóri er Margrét Þorvaldsdóttir og leikarar Guðrún Eysteinsdóttir og Þórarinn Stefansson. Kverkaskítur eftir Elísabetu Friðriksdóttur. Leikarar eru Þórunn Guðmundsdóttir,...
Sjá meira


