Author: lensherra

Epli og eikur í Hörgárdal

Leikfélag Hörgdæla á Melum æfir nú söngleikinn Epli og eikur sem frumsýndur verður þann 27. febrúar. Söngleikurinn er skrifaður af Þórunni Guðmundsdóttur og var það fyrst sýnt af leikfélaginu Hugleik í Reykjavík árið 2007. Söngleikurinn Epli og Eikur fjallar um óhefðbundin ástarsambönd og glæpsamleg áhugamál nokkurra einstaklinga sem fléttast saman í sprenghlægilegan og flókinn eltingaleik. Leikstjóri sýningarinnar er Jenný Lára Arnórsdóttir. Leikfélag Hörgdæla er virkt áhugafélag í Hörgársveit sem hefur sett upp sýningar á Melum frá árinu 1928, en það var ekki fyrr en árið 1997 sem leikfélagið var formlega stofnað. Frumsýning er fimmtudaginn 27. febrúar en sýnt verður...

Sjá meira

Leiklistarskóli BÍL 2025

STARFSTÍMI SKÓLANS ER 21. – 29. JÚNÍ 2025 AÐ REYKJASKÓLA Í HRÚTAFIRÐI. — Smella hér til að sækja um!* —   (*Opnað fyrir skráningu 1. mars kl. 17.30) 3. apríl fá umsækjendur svar við umsókn. ATH! Staðfestingargjald að upphæð 40.000 kr. þarf að vera greitt til að umsókn sé samþykkt!    KVEÐJA FRÁ SKÓLANEFND Kæru leiklistarvinir! Það er okkur sönn ánægja að bjóða ykkur velkomin í Reykjaskóla í sumar þar sem leiklistarskólinn okkar verður settur í tuttugasta og áttunda sinn. Skólinn blómstrar sem aldrei fyrr og við sjáum fram á mikla sköpun, metnað og gleði í sumar. Að þessu...

Sjá meira

Rokksöngleikurinn Ólafía hjá Eflingu

Leikdeild Eflingar frumsýnir laugardaginn 15. febrúar rokksöngleikinn Ólafíu eftir Hörð Þór Benónýsson með tónlist eftir Jaan Alavere. Leikstjóri er Hildur Kristín Thorstensen og tónlistarstjórn er í höndum Mariku Alavere. Söngleikurinn fjallar um líf ungs fólks í dag og áreiti sem það verður fyrir, vímuefni, útlitsdýrkun, samfélagsmiðla og tvískinnungshátt fullorðna fólksins. Hressandi tónlist og fjör í bland við alvarlegri atburði í sýningu sem spannar allan tilfinningaskalann. Atriði í sýningunni geta valdið óhug hjá mjög ungum börnum. Sýnt eru í Félagsheimilinu á Breiðumýri í Reykjadal. Kvenfélag Reykdæla verður með vöfflu- og veitingasölu fyrir sýningu og í hléi en leikhúsið er sett...

Sjá meira

Námskeið í sýningarstjórnun og tækni leikhússins

Helgina 15. og 16. mars stendur Þjóðleikhúsið fyrir námskeiðum í sýningarstjórnun annars vegar og tækni leikhússins hins vegar. Námskeiðin verða kennd af sýningarstjórum og tæknimönnum hússins og verða kennd í Þjóðleikhúsinu. Skráning er á vef Þjóðleikhússins.  Nánar um námskeiðin: Sýningastjóranámskeið Laugardaginn 15. Mars kl. 09:30 – 15:00 og sunnudaginn 16. Mars kl. 09:30 – 15:00 Námskeiðið fer fram í Þjóðleikhúsinu. Fjöldi nemenda takmarkast við 15 manns.  Verð: 28.000 Námskeið sem hentar vel fyrir nefndarmeðlimi leikfélaga sem og þeim sem vilja dýpka þekkingu sína á verkefna- og sýningarstjórnun og efla færni sína í skipulagi, samskiptum og lausnamiðaðri hugsun í lifandi...

Sjá meira

Opnunartímar

Mánudagur - Föstudagur: 9:00 — 13:00, Laugardagur - Sunnudagur: Lokað

Nýtt og áhugavert