Author: lensherra

Þér er boðið í afmæli!

Bandalag íslenskra leikfélaga er 75 ára í ár. Af því tilefni verður haldin afmælisveisla sunnudaginn 7. desember kl. 15.00 á Netinu. Aðildarfélögin eru hvött til halda upp á daginn með því að koma saman í leikhúsinu, heimahúsi eða annarsstaðar og fylgjast með afmælisstreymi á YouTube þar sem m.a. verða afmæliskveðjur frá nokkrum aðildarfélögum auk myndasýningar frá uppfærslum félaganna undanfarin ár. Ekki væri úr vegi að skella í eina eða tvær hnallþórur í tilefni dagsins.  Gaman væri að fá sendar myndir af samkomum félaganna á info@leiklist.is svo hægt sé að birta þær í lok streymisins.  Streymið verður tiltækt á eftirfarandi...

Sjá meira

Lápur, Skrápur og jólaskapið á aðventunni á Ísafirði

Litli leikklúbburinn á Ísafirði endurfrumsýnir jólaleikritið Lápur, Skrápur og jólaskapið eftir Snæbjörn Ragnarsson nú á aðventunni. Klúbburinn setti sýninguna líka upp fyrir síðustu jól en þá komust færri að en vildu. „Það er búið að vera virkilega gaman að rifja upp kynnin við Sunnu mannabarn, tröllabræðurna og fjölskyldu þeirra í Grýluhelli,“ segir Gunnar Ingi Hrafnsson, formaður Litla leikklúbbsins. „Í ár ákváðum við að vera með lifandi tónlist í uppfærslunni, og það má svo sannarlega segja að hljómsveitin geri sýninguna enn skemmtilegri og líflegri.“ Sýningar fara fram í Edinborgarhúsinu á Ísafirði: 29. nóvember kl. 11:00 30. nóvember kl. 11:00 6....

Sjá meira

Ársrit BÍL 2025 komið út

Ársrit BÍL fyrir leikárið 2024-25 er komið út. Í því eru að finna allar helstu upplýsingar um starfsemi áhugaleikfélaganna á síðasta leikári auk svipmynda úr sýningum og annars efnis. Hægt er nálgast ársritið á PDF formi...

Sjá meira

Ársrit 2025

Upplýsingar um starfsemi áhugaleikfélaganna leikárið 2024-25. Ársrit BÍL 2025 – vefútgáfa Ársrit BÍL 2025 í fullum gæðum  

Sjá meira

Bað Stofan um þetta?

Leikfélagið Hugleikur sýnir stuttverkadagskrána „Bað Stofan um þetta?“ Á köldum vetrarkvöldum er tilvalið að bregða sér aftur til fortíðar og inn í yl baðstofunnar. Sunnudaginn 9. nóvember býður leikfélagið Hugleikur gestum upp á sex leikþætti sem allir taka innblástur sinn frá hinni íslensku baðstofu: þar sem návígið kallar fram innstu hvatir, galdrar eru daglegt brauð, afturgöngur og óvættir banka upp á og húslestrar eru engin lömb að leika sér við. Þættirnir sem sýndir verða eru: Sönn ást eftir Árna Friðriksson. Leikstjóri er Margrét Þorvaldsdóttir og leikarar Guðrún Eysteinsdóttir og Þórarinn Stefansson. Kverkaskítur eftir Elísabetu Friðriksdóttur. Leikarar eru Þórunn Guðmundsdóttir,...

Sjá meira

Opnunartímar

Mánudagur - Föstudagur: 8:45 — 12:00, Laugardagur - Sunnudagur: Lokað, 7 Oct, 8 Oct, 9 Oct: Lokað

Vörur