Author: lensherra

Bað Stofan um þetta?

Leikfélagið Hugleikur sýnir stuttverkadagskrána „Bað Stofan um þetta?“ Á köldum vetrarkvöldum er tilvalið að bregða sér aftur til fortíðar og inn í yl baðstofunnar. Sunnudaginn 9. nóvember býður leikfélagið Hugleikur gestum upp á sex leikþætti sem allir taka innblástur sinn frá hinni íslensku baðstofu: þar sem návígið kallar fram innstu hvatir, galdrar eru daglegt brauð, afturgöngur og óvættir banka upp á og húslestrar eru engin lömb að leika sér við. Þættirnir sem sýndir verða eru: Sönn ást eftir Árna Friðriksson. Leikstjóri er Margrét Þorvaldsdóttir og leikarar Guðrún Eysteinsdóttir og Þórarinn Stefansson. Kverkaskítur eftir Elísabetu Friðriksdóttur. Leikarar eru Þórunn Guðmundsdóttir,...

Sjá meira

Afmæli á aðventu – Texti

Bandalag íslenskra leikfélaga er 75 ára! Sunnudaginn 7. desember kl. 15.00 höldum við afmælisveislu um allt land! Hér að neðan er textinn fyrir myndböndin. Sjá nákvæmar útskýringar neðar á síðunni. Bræður og systur til austurs, vesturs, norðurs og suðurs! Bandalag íslenskra leikfélaga hefur sameinað leiklistarstarf í byggðarlögum landsins síðan 1950. Undir regnhlíf Bandalagsins eru blómleg áhugaleikfélög sem starfa af listrænum metnaði og virðingu fyrir leiklistinni. Bandalagið þræðir saman hóp furðufugla og leiklistarunnenda úr öllum þjóðfélagsstigum. Við erum fjölskylda. Við erum Bandalagið. Sameinuð stöndum vér með leikgleðina að vopni og nagandi sultaról sem fjárveitingar sveitarfélaganna hafasnarað okkur í en við látum ekki hugfallast. Ekkert mun knésetja okkur. Ekkert mun slökkva funheitan loga leikgleðinnar sem brennur í hjörtum okkar allra. Bræður og systur í leikfélögum sem eru að vakna úr dvala, við erum þið. Bræður og systur í leikfélögum sem berjast í bökkum, við erum þið. Bræður og systur í leikfélögum bæði ungum og öldnum,við erum þið. Við erum Bandalagið og Bandalagið er við. Tökum saman höndum á þessum tímamótum og sameinumst í herópi á 75 ára afmæli Bandalags íslenskra leikfélaga! Látum baráttusönginn okkar heyrast á hverju götuhorni,í hverju skuði og hverjum dal,í hverju bæjarfélagi og sveitarfélagi. Í öllum leikhúsum,í öllum landshlutum! Við erum sameinuð í leik og ástríðu að eilífu í Bandalagi. Viðburðurinn er tvíþættur og fer svona fram: Með þessum pósti fylgir stuttur texti sem við hvetjum leikfélögin til...

Sjá meira

Síðasta sýning á Nei, ráðherra!

Leikfélag Mosfellssveitar hefur sýnt gamanleikritið Nei, ráðherra! eftir Ray Cooney í Bæjarleikhúsinu undanfarið og nú er aðeins ein sýning eftir, þ. 8. nóvember.  Verkið gerist á Hótel Borg og er dæmigerður hurðafarsi sem byggir á misskilningi. Ráðherra Samfylkingarinnar, Örvar Gauti Scheving, finnur lík inni á herbergi sínu á Hótel Borg þar sem hann ætlaði að eyða kvöldinu með ritara Miðflokksins, Gógó. Í málið flækjast síðan Guðfinnur Maack, aðstoðarmaður ráðherra, Atli Geir, maður Gógóar, Rannveig, eiginkona Örvars ásamt starfsfólki Hótel Borgar. Leikstjórar eru Aron Martin Ásgerðarson og Elísabet Skagfjörð. Nei, ráðherra! var sýnt í Borgarleikhúsinu 2010/2011 við miklar vinsældir. Sýnt...

Sjá meira

Herbergi 213 hjá Leikfélagi Kópavogs

Leikfélag Kópavogs frumsýnir Herbergi 213 eftir Jökul Jakobsson laugardaginn 25. október. Leikstjóri er Sigrún Tryggvadóttir. Rúm fimmtíu ár eru síðan verkið var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu 1974. Verkið var töluvert sett upp áratuginn þar á eftir en hefur lítið verið sett upp síðan. Verkið er eitt af fyrstu verkum á íslensku leiksviði sem skrifað var fyrir konur. Nánari upplýsingar um sýninguna er að finna á vef leikfélagsins en miðasala er á...

Sjá meira

Opnunartímar

Mánudagur - Föstudagur: 8:45 — 12:00, Laugardagur - Sunnudagur: Lokað, 7 Oct, 8 Oct, 9 Oct: Lokað

Vörur