Einleikurinn ‘Alveg brilljant skilnaður’ hefuir verið sýndur í Borgarleikhúsinu við miklar vinsældir og hefur verið ákveðið að bæta við aukasýningum.
Í fréttatilkynningu segir m.a. að vegna gífurlega vinsælda leikritsins "Alveg brilljant skilnaður" sem sýnt hefur verið í Borgarleikhúsinu við fádæma góðar undirtektir hefur verið ákveðið að bæta við nokkrum aukasýningum.
Fáheyrt er að leikrit á Íslandi skuli vera sýnt 4 – 6 sinnum í viku eins og verið hefur með einleik Eddu Björgvinsdóttur og varla nokkurntímann
hefur sýning notið slíkrar hylli að unnt hafi verið að sýna hana á mánudögum. Fyrsta mánudagssýningin, sem auglýst var, seldist upp á örfáum
klukkutímum!
Sérstök athygli er vakin á tveimur aukasýningum sem verða kl. 16:00 laugardagana 1.október og 8. október. Margir kjósa að geta átt
laugardagskvöldin með fjölskyldum sínum og því er rakið að nýta sér eftirmiðdagssýningar sem verða aðeins þessar tvær.
Nánari upplýs8ingar má fá í auglýsingadálki Borgarleikhússins í blöðum.