Ævintýri Múnkhásens er alveg lygilega skemmtileg fjölskyldusýning fyrir alla frá 5 ára aldri um hin ótrúlega lygalaup Múnkhásen, sem átti m. a. að hafa setið á fljúgandi fallbyssukúlum, ferðast til tunglsins upp baunagras og bjargast úr díki með því að draga sjálfan sig upp úr á hárinu.Þetta er lygileg sýning fyrir alla aldurshópa, full af ólíkindum, glensi og töfrum leikhússins.
Næstu sýningar eru:
Sunnudaginn 7. október
Sunnuddaginn 14. október
Laugardaginn 20. október
Sunnudaginn 4. nóvember
Sunnudaginn 11. nóvember
Gaflaraleikhúsið er nýr leikhópur atvinnufólks í leiklist og menningarstarfsemi. Tilgangur með starfsemi félagsins er að efla leiklistarstarfsemi á Íslandi með rekstri framsækins leikhúss sem mun fara nýjar leiðir í verkefnavali og rekstri. Markmið leikhússins er að treysta undirstöður atvinnuleikhúss á Íslandi og fjölga atvinnutækifærum leikhúslistafólks. Gaflarar, eins og hópurinn kýs að kalla sig, samanstendur af eftirfarandi aðilum: Ágústu Skúladóttur, Björk Jakobsdóttur, Gunnari Birni Guðmundssyni, Gunnari Helgasyni, sem hafa á höndum listræna stjórn leikhópsins, og Lárusi Vilhjálmssyni sem er framkvæmdastjóri.
Sýningar hefjast kl. 14
Gaflaraleikhúsið er í Vikingastræti 2 í Hafnarfirði (við hliðina á Fjörukránni). Miðapantanir í síma 565–5900 og á www.midi.is