Hitt húsið býður upp á styrki til ungra listhópa á sumrin. Ungu fólki gefst kostur á að sækja um og koma með hugmyndir að skapandi verkefnum og valdir hópar eða einstaklingar fá síðan tækifæri til að vinna að hugmyndum sínum í átta vikur yfir sumartímann.
Einnig stendur Hitt húsð fyrir Götuleikhúsi. Götuleikhúsið getur varla hafa farið framhjá borgarbúum á undanförnum árum, enda fyrirferðamikill hópur á ferð. Götuleikhúsið sér um ýmsar leikrænar uppákomur á götum og torgum borgarinnar. Alla jafna vinnur einn leikstjóri með hópnum, en þátttakendur sjá um undirbúning s.s. búningahönnun og handritsgerð í samvinnu við viðkomandi leikstjóra.