Til að kveðja sumarið og heilsa haustinu munu öðlingarnir Kári Viðarsson og Benedikt Karl Gröndal færa Trúðleik eftir Hallgrím H. Helgason á svið í Tjarnarbíó. Halldór Gylfason leikstýrði verkinu fyrir Frystiklefann árið 2012 og hlaut einróma lof gagnrýnenda og enginn leiklistaráhugamaður eða kona ætti að missa af. Trúðleikur verður sýndur í september á sunnudögum kl. 14 í Tjarnarbíói.
Nánari upplýsingar á síðunni: www.tjarnarbio.isNú er fyrsta sumarleikári Frystiklefans í Rifi formlega lokið og ætti gengi þess að vera hvatning til allra sem reka menningarstarfsemi úti á landi. Frystiklefinn bauð upp á hostelgistingu, leiksýningar, tónleika, gestasýningar og dagleg hálftíma íslenskunámskeið fyrir ferðamenn. Alls 3000 gestir mættu í gistingu og á viðburði og birtum við hér lista af viðburðum sumarsins:
Tónleikar með Kaleo
Fjörutíu og ein sýning af HETJU eftir Kára Viðarsson
Tónleikar með Kristjönu Stefáns og Svavari Knúti
Fjalla-Eyvindur, gestaleiksýning frá Kómedíuleikhúsinu
Tónleikar með hljómsveitinni Kalk
Leiksýningin 21:07 eftir Kára Viðarsson og Víking Kristjánsson
Uppistand með Ara Eldjárn, Guðmundi Einari og Dóru Unnars.
Trúðasýning Commissura með leikkonunni Patriciu Pardo frá Spáni
Dansaðu fyrir mig, gestasýning frá DFM leikhópnum
Landsliðið á Línu, gestaleiksýning Arnars Dan og Báru Gísladóttur
Flutningur og höfundaspjall vegna Söngs hrafnanna útvarpsleikrits Árna Kristjánssonar
Leik- og höfundasmiðja fyrir fjögur leikverk
Íslandsmeistaramótið í spuna
Ásamt trúbadorakvöldum og óteljandi örnámskeiðum í íslensku