Út er komin hjá Háskólaútgáfunni bókin Leikhús nútímans eftir Trausta Ólafsson Í Leikhúsi nútímans rekur Trausti hugmyndir og hugsjónir frumkvöðla í leikhúsi Vesturlanda allt frá miðri nítjándu öld og fram yfir aldamótin tvö þúsund. List og fagurfræði leikstjóra, leikskálda og hönnuða eru gerð skil og því lýst hvernig þróun leikhússins helst í hendur við sögu menningar og samfélags. Hér gefst lesendum þess vegna færi á því að kynna sér á heildstæðan hátt þær hugmyndir og hugsjónir sem mótað hafa leikhús samtímans.

Leikhús nútímans er fyrsta rit sinnar tegundar sem skrifað er á íslensku. Í bókinni eru nær tvö hundruð myndir sem varpa ljósi á efni hennar.