Litli leikklúbburinn á Ísafirði endurfrumsýnir jólaleikritið Lápur, Skrápur og jólaskapið eftir Snæbjörn Ragnarsson nú á aðventunni.
Klúbburinn setti sýninguna líka upp fyrir síðustu jól en þá komust færri að en vildu.
„Það er búið að vera virkilega gaman að rifja upp kynnin við Sunnu mannabarn, tröllabræðurna og fjölskyldu þeirra í Grýluhelli,“ segir Gunnar Ingi Hrafnsson, formaður Litla leikklúbbsins. „Í ár ákváðum við að vera með lifandi tónlist í uppfærslunni, og það má svo sannarlega segja að hljómsveitin geri sýninguna enn skemmtilegri og líflegri.“
Sýningar fara fram í Edinborgarhúsinu á Ísafirði:
29. nóvember kl. 11:00
30. nóvember kl. 11:00
6. desember kl. 13:00
7. desember kl. 11:00
Nánari upplýsingar um sýninguna er að finna á vef Litla leikklúbbsins en miðasala er á midix.is.


