Leikflokkur Húnaþings vestra gaf út disk með lögunum úr söngleiknum Hárinu í Húnaþingi í liðinni viku. Sýning félagsins var valin Athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins 2019. Á disknum má heyra lög úr söngleiknum Hárinu en upptakan fór fram á sýningu leikflokksins í Þjóðleikhúsinu. Hljóðblöndun önnuðust bræðurnir Gunnar Smári og Sigurvald Ívar Helgasynir.
Gaman er að segja frá því að þó Hárið hafi verið gefið út í nokkur skipti þá hafa lögin aldrei verið eins mörg og er á þessum diski en er um að ræða 20 lög sem koma fram í handritsþýðingu Davíðs Þórs Jónssonar.
Auk þess að vera fáanleg á diski eru öll lögin jafnframt aðgengileg á Spotify. Hægt er að kaupa diskinn á vefs Leikflokksins.