Á verkalýðsdaginn 1. maí frumsýnir Leikfélag Sauðárkróks gamanleikinn Svefnlausa brúðgumann eftir Arnold og Bach. Leikstjóri er Jakob S. Jónsson, sem einnig gerði nýja leikgerð af handriti og staðfærði þýðingu Sverris Haraldssonar. Sýningar verða í Félagsheimilinu Bifröst á Sauðárkróki.

Svefnlausi brúðguminn fjallar um nýgift hjón sem lenda óvæntri uppákomu í brúðkaupsferðinni. Eitthvað fara tengdaforeldrar brúðgumans að skipta sér af, en það kann ekki alltaf góðri lukku að stýra. Málin flækjast svo stig af stigi eins og góðum farsa sæmir, en enginn hlýtur þó varanlegan skaða af.

Ríflega 30 manns hafa staðið í ströngu undanfarnar 8 vikur við að koma verkinu á fjalirnar. Leikendur eru 10, sumir margreyndir en aðrir minna, en sviðsmynd, búningar, lýsing, förðun og framkvæmdastjórn eru í höndum helstu reynslubolta leikfélagsins. Með bruðarrullurnar fara Kristján Örn Kristjánsson, Elva Björk Guðmundsdóttir og Jónatan Björnsson.

Sýningarplan er eftirfarandi:
Frumsýning sunnudaginn 1. maí  kl. 20:30  
2. sýning þriðjudaginn  3. maí  kl. 20:30
3. sýning fimmtudaginn  5. maí  kl. 20:30
4. sýning laugardaginn 7. maí  kl. 17:00
5. sýning sunnudaginn 8. maí kl. 20:30
6. sýning þriðjudaginn 10. maí kl. 20:30
7. sýning miðvikudaginn 11. maí kl. 20:30
Lokasýning föstudaginn 13. maí kl. 20:30

Miðasala er í síma 849-9434 og í Kompunni frá 11 til 18 virka daga. Almennt miðaverð er 2300,- en ellilífeyrisþegar, öryrkjar og hópar (10 manns eða fleiri) fá miðann á 1900,-

Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Leikfélags Sauðárkróks www.skagafjordur.net/LS

{mos_fb_discuss:2}