Eitt af höfuðverkum leikbókmenntanna, Lér konungur, er jólasýning Þjóðleikhússins. Rétt eins og undangengin 60 ár er jólafrumsýningin á annan dag jóla markar einn af hápunktum menningarlífsins. Sýningin á Lé konungi verður engin undantekning og er um sannkallaða hátíðarsýningu er að ræða. Einn af eftirsóttustu leikstjórum í heiminum í dag, Benedict Andrews leikstýrir,  Arnar Jónsson fer með hið eftirsótta og krefjandi hlutverk Lés Konungs og ný þýðing Þórarins Eldjárns á verkinu er tilnefnd til þúðingaverðlauna. Það er því óhætt að lofa magnaðri leikhúsupplifun í Þjóðleikhúsinu.

Hinn aldurhnigni konungur Lér hefur ákveðið að skipta konungsríki sínu á milli dætra sinna þriggja, og skal hlutur hverrar dóttur fara eftir því hvað ást hennar á honum er mikil. En hvað vottar skýrast um ást barna til foreldra? Auðsveipni og fagurgali eldri systranna tveggja eða sjálfstæði og hreinskilni Kordelíu þeirrar yngstu? Æfur af reiði yfir því sem Lér telur skort á ást, afneitar hann Kordelíu og skiptir ríkinu í tvennt á milli eldri systranna. Í hönd fara tímar grimmúðlegrar valdabaráttu, svikráða og upplausnar.

Það er draumur sérhvers leikara að fá tækifæri til að takast á við hlutverk Lés konungs enda hlutverkið eitt það frægasta í leikhúsbókmenntum heimsins. Einn af ástsælustu leikurum þjóðarinnar, Arnar Jónsson, tekst á við þessa áskorun í sýningu Þjóðleikhússins. Arnar hefur ekki áður tekist á við jafn stórt hlutverk eftir Shakespere og það hefur verið mögnuð upplifun að fylgjast með honum á æfingatímanum.

Leikstjóri sýningarinnar, Benedict Andrews, er einn eftirsóttasti leikstjóri sinnar kynslóðar í heiminum í dag. Hann hefur leikstýrt í mörgum virtum leikhúsum, bæði í heimalandinu Ástralíu og í Evrópu.  Benedict er þekktur fyrir framúrskarandi vinnu með leikurum og einstaklega áhrifamiklar túlkanir á jafnt nýjum sem klassískum verkum og hefur Shakesphere verið honum hugleikin á ferlinum. Hann hlaut fyrr á þessu ári helstu leiklistarverðlaun Ástralíu fyrir sýningu byggða á leikritum Shakespeares um Rósastríðin, með hina heimsfrægu leikkonu Cate Blanchett í aðalhlutverki.

Þórarinn Eldjárn hlaut tilnefningu til íslensku þýðingaverðlaunanna fyrir þýðingu sína á Lé konungi. Í tilnefningunni segir:  „Þróttur og dirfska einkenna þýðingu Þórarins öðru fremur, og ber hún þess merki að vera gerð fyrir leiksvið þar sem miklu skiptir að tilsvörin séu í senn mergjuð og beinskeytt.“

Leikarar:
Arnar Jónsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Margrét Vilhjálmsdóttir, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Pálmi Gestsson, Eggert Þorleifssson, Atli Rafn Sigurðarson, Stefán Hallur Stefánsson, Ólafur Darri Ólafsson, Baldur Trausti Hreinsson, Ólafur Egill Egilsson, Hilmir Jensson, Hannes Óli Ágústsson.

Aðrir listrænir aðstandendur:
Leikmynd: Börkur Jónsson. Búningar: Helga I. Stefánsdóttir. Tónlist: Hildur Ingveldardóttir Guðnadóttir. Hljóðhönnun: B.J. Nilsen. Dramtúrg: Matthew Whittet. Lýsing: Halldór Örn Óskarsson. Aðstoðarleikstjóri: Friðrik Friðriksson.

{mos_fb_discuss:2}