Æfingar standa nú yfir hjá Leikfélagi Selfoss á nýju íslensku barnaleikriti sem hlotið hefur nafnið Sjóræningjaprinsessan. Höfundur og leikstjóri er Ármann Guðmundsson en hann semur einnig tónlist verksins ásamt Guðmundi Svafarssyni. Sýnt verður í Litla leikhúsinu við Sigtún  og frumsýning er áætluð 20. febrúar.

Leikritið segir frá Soffíu sem alist hefur upp á hafnarknæpunni Sporðlausu hafmeyjunni eftir að hún birtist þar með vofeiflegum hætti ásamt dularfullum kistli þegar hún var ungabarn. Þegar tveir skuggalegir næturgestir birtast og ræna kistlinum ákveður Soffía að taka málin í eigin hendur og sanna í leiðinni að hún sé hin eina sanna sjóræningjaprinsessa.

Alls taka um 20 leikarar þátt í sýningunni auk fjögurra hljóðfæraleikara.

{mos_fb_discuss:2}