Leikhúsið Skámáni sýnir um þessar mundir verkið Killer Joe eftir Tracy Letts í Borgarleikhúsinu. Leikritið lýsir sérkennilegri fjölskyldu í Bandaríkjunum, sem býr við bág kjör en elur með sér drauma um betra líf og grípur til örþrifaráða til að sjá drauma sína rætast. Verkið hefur verið sýnt í um þrjátíu löndum og hvarvetna vakið mikla athygli. Hér eru það fjórir af athyglisverðustu leikurum yngstu kynslóðarinnar sem flytja verkið ásamt reynsluboltanum og stórleikaranum Þresti Leó. Verkið var frumsýnt þann 1. mars á Litla sviði Borgarleikhússins og er stranglega bannað börnum
Leikendur eru Þröstur Leó Gunnarsson, Björn Thors, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Maríanna Clara Lúthersdóttir og Þorvaldur Davíð Kristjánsson
Tónlist: Pétur Ben
Lýsing: Lárus Björnsson
Búningar: Filippía Elísdóttir
Leikmynd: Vytautas Narbutas
Þýðandi og leikstjóri: Stefán Baldursson
Næstu sýningar eru:
Fimmtudaginn 8.mars
Föstudaginn 9.mars
Laugardaginn 10.mars
Sýningar hefjast klukkan 20.00
Einnig verður sýnt fimmtudags-föstudags-og laugardagskvöld næstu vikur.