Námskeið í því að segja fullorðnu fólki sögur verður haldið í Halanum í september. Leiðbeinandi verður Halaleikkonan Ólöf I. Davíðsdóttir sem lagði land undir fót og lærði svolítið um sagnalistina í útlöndum. Í lok námskeiðs verður haldin skemmtun þar sem nemendur segja sögurnar sem þeir hafa æft á námskeiðinu.
Skráning á námskeiðið er á netfanginu halaleikhopurinn@halaleikhopurinn.is.
Ganga þarf frá greiðslu áður en námskeið byrjar. Það kostar kr. 3.000 fyrir félagsfólk og kr. 6.000 fyrir aðra.
Nánari upplýsingar um tilhögun eru á heimasíðunni http://bit.ly/1y8wMgs