Að sögn fróðra félaga hefur fjöldi þeirra sem bauð sig fram til stjórnar aldrei verið meiri og kosningarnar spennandi eftir því. Í formannsslagnum hafði Sigríður Hafsteinsdóttir sigur. Var ný stjórn kosin svo og skipti með sér verkum þannig:
Sigríður Hafsteinsdóttir formaður
F. Elli Hafliðason varaformaður
Svanhildur Karlsdóttir gjaldkeri
Finnur Hafliðason ritari
Kristrún Jónsdóttir meðstjórnandi
Varastjórn var kjörin:
Gerður Halldóra Sigurðardóttir, Erla Dan Jónsdóttir, Lilja Jóna Halldórsdóttir.
Leikfélagið tók þátt í bæjarhátíðinni Vor í Árborg sem fram fór helgina 10.-12. maí með opnu húsi. Framundan er svo Hugarflug í lok maí, sem er opinn viðburður fyrir fólk til að sýna stuttverk, syngja eða framkvæma annan gjörning. Hafa undanfarin Hugarflug verið mjög fjölbreytt og stefnir allt í að ekki verði nein breyting þar á.