Vorum að taka upp sendingu frá hinu virta leikhúsförðunarmerki Kryolan í Þýskalandi. Mikið úrval af Supracolor kremfarða, ný og flott handhnýtt hökuskegg, ný tegund af vaxi í þremur stærðum, ný tegund af gerfiblóði, Artex tveggja þátta silikonefni fyrir þrívíddar gerfi, verkfæri og fleira.

Opið að Kleppsmýrarvegi 8 alla virka daga frá kl. 9.00-13.00.

Meðal þess sem við vorum að taka upp er:
12 lita Supracolor litapalettur í nokkrum litasamsetningum, kr. 6.800
6 lita Supracolor litahjól, margar samsetningar, kr. 2.500
6 lita Hyljarahjól, nokkrar litasamsetningar, kr. 5.700
8 lita UV Dayglow litabox, litir fyrir blacklight, kr. 10.500
Cine-Wax í þremur stærðum frá 10-110 gr. verð frá 1.350 til 3.100
Artex tveggja þátta silikonefni fyrir þrívíddar gerfi, kr. 4.500
Hydro Fixblut, blóðgel í túbu, hentar vel í sár, kr. 2.200
Froðuhylki í munn – hver vill ekki geta froðufellt að vild? – 10 gelatín hylki á 2.300
Hökuskegg í 5 litum og 2 stærðum, handhnýtt ekta hár, verð frá 6.900 til 9.750
Verkfæraveski, 9 áhöld till notkunar í gerfagerð, kr. 3.700

Að auki erum við vel birg af vatnslitunum góðu frá Grimas, þeim einu á landinu sem eru án parabena og ofnæmisvaldandi aukaefna. Þess vegna vilja t.d. margir íslenskir leikskólar ekkert annað á andlit sinna skjólstæðinga þegar gera á sér dagamun.

Við erum líka með svo ótal margt annað til förðunar og gerfagerðar. Hér sérðu verð- og vörulista. Þú getur pantað með tölvupósti á netfangið info@leiklist.is eða í síma 5516974 á opnunartíma.

En sjón er sögu ríkari svo líttu við hjá okkur á Kleppsmýrarveginn við tækifæri, hér fæst fleira en þig grunar.