Laugardaginn 15. október verður haldin stuttverkahátíð í Nólsoy í Færeyjum og munu tvö íslensk leikfélög taka þátt í henn, Hugleikur og Leiklistarfélag Seltjarnarness. Upphaflega stóð til að á hátíðinni yrðu auk færeyskra og íslenskra sýninga, sýningar frá Noregi en því miður sá enginn hópur þaðan sért fært að koma. Hátíðin verður í Røyndinni, leikhúsi þeirra Nólseyinga, stendur allan laugardaginn og endar á veislu þar um kvöldið.
Alls verða 14 stutverk sýnd á hátíðinni. Hugleikur sýnir Ljóð fyrir 9 kjóla eftir Sigríði Láru Sigurjónsdóttur, í leikstjórn höfundar, og Að vera eða ekki vera eftir Árna Friðriksson, einnig í leikstjórn höfundar. Leiklistarfélag Seltjarnarness sýnir þætti úr sýningu sinni Draugar og forynjur eftir Bjarna Ingvarsson í leikstjórn höfundar.
{mos_fb_discuss:3}