Aðalfundur BÍL 2021

Fyrirliggjandi er tillaga að lagabreytingu frá stjórn BÍL er varðar framkvæmd aðalfunda og hljóðar hún svo:

 —— 

Tillaga til breytingar á 6. grein a-lið:

Eftir setninguna „Allir fundarmenn hafa málfrelsi og tillögurétt.“ detti núverandi texti í a-lið út en í staðinn komi eftirfarandi:

„Ef knýjandi aðstæður eru fyrir hendi er stjórn BÍL heimilt að opna fyrir rafræna þátttöku félaga á aðalfundi.

Kjörbréf er útfyllt á til þess gerðu formi á Leiklistarvefnum sem tiltækt er innskráðum félögum. Kjörbréfið skal vera tiltækt félögum á vefnum eigi síðar en 4 vikum fyrir aðalfund. Móttaka kjörbréfs er staðfest af Þjónustumiðstöð með tölvupósti til formanns og a.m.k. eins annars stjórnarmanns.“