Leikurinn gerist á dvalarheimili eldri borgara og má segja að fast sé skotið, enda er gamanleikurinn einmitt beittastur og bestur í að stinga á kílum samfélagsins.
Rommí verður frumsýnt í Baldurshaga á Bíldudal núna á laugardag 17. maí kl.20. Önnur sýning verður á fimmtudag 22. maí kl.20. Leikstjóri sýningarinnar er Elfar Logi Hannesson. En gaman að geta þess að það var einmitt þarna sem leikferillinn hans hófst. Einmitt með Leikfélaginu Baldri í Baldurshaga í janúar 1977. Þetta er í fyrsta sinn sem hann leikstýrir á senuæskuslóðum.
Leikfélagið Baldur á Bíldudal á sér langa og merka sögu. Félagið var stofnað í lok janúar árið 1965 og fagnar því hálfrar aldar afmæli á næsta ári. Félagið hefur sett á svið yfir 20 leikverk það fyrsta var á Vængstýfðum englum árið 1966. Meðal annarra verka sem Baldur hefur sett á svið má nefna Maður og kona, 1968, Mýs og menn, 1971, Skjaldhamrar, 1978, Höfuðbólið og hjálegan, 1992, Jóðlíf, 1995, og Sviðsskrekkur, 2000. Auk þess stóð Leikfélagið Baldur lengi fyrir árshátíð þar sem ávallt var boðið uppá heimasamin stykki oftast úr smiðju meistara Hafliða Magnússonar.
Það er til marks um endurnýjun lífdaga Baldurs að það er einmitt allt í gangi á Bíldudal. Þorpið yðar af lífi og allt er þetta jú einsog spilaborg. Atvinna og skemmtun fara afar vel saman.