Þær Lísa og Lísa, leiknar af hinum ástsælu akureyrsku leikkonum Sunnu Borg og Sögu Geirdal Jónsdóttur, eru komnar á sjötugsaldurinn og hafa búið saman í þrjátíu ár – hálfvegis í felum. Fyrir atbeina ungs leikskálds hafa þær nú tekið ákvörðun um að koma út úr skápnum og segja sögu sína á leiksviði. Einlægt og meinfyndið leikrit. Nýtt írskt verðlaunaverk.

Amy Conroy leikkona, leikstjóri og skáld er búsett í Dyflinni. Hún hlaut verðlaun Dublin Fringe-hátíðarinnar 2010 fyrir leikritið um Lísurnar tvær og var tilnefnd til írsku leiklistarverðlaunanna 2012, bæði sem höfundur og leikkona.

Jón Gunnar útskrifaðist með BA í leikstjórn frá Drama Centre London árið 2006. Hann hefur leikstýrt í atvinnuleikhúsum á Íslandi, Englandi og í Finnlandi. Hann hefur einnig unnið sem aðstoðarleikstjóri í The Royal Shakespeare Company og hjá Vesturporti. Jón Gunnar hefur haldið fjölda námskeiða, leikstýrt í menntaskólum og stjórnað Götuleikhúsinu í Reykjavík.

Höfundur: Amy Conroy
Leikstjóri: Jón Gunnar Þórðarson
Leikarar: Saga Geirdal Jónsdóttir og Sunna Borg.
Leikmynd og búningar: Móeiður Helgadóttir.
Lýsing: Þóroddur Ingvarsson.
Sýningin er 70 mínútur
Sýnt í Rýminu
Miðaverð: 4.400 kr

Sýningar:
13. febrúar kl. 20:00
14. febrúar kl. 20:00
15. febrúar kl. 20:00
21. febrúar kl. 20:00
22. febrúar kl. 20:00
28. febrúar kl. 20:00
01. mars kl. 20:00